TIGER BALSAM HEF­UR AL­VEG BJARGAÐ MÉR

BALSAM KYNNIR Ingv­ar Þór Gylfa­son, verk­fræð­ing­ur og cross­fit-þjálf­ari, hyggst keppa á sínu fyrsta móti í lang­an tíma og bygg­ir sum­ar­bú­stað í Gríms­nesi.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Ingv­ar Þór Gylfa­son, cross­fit-þjálf­ari og verk­fræð­ing­ur, lif­ir at­hafna­sömu lífi og þekk­ir vel hvernig álag get­ur far­ið með líkamann. Hann hef­ur stund­að íþrótt­ir frá unga aldri en hef­ur átt við meiðsli að stríða síð­ast­lið­in tvö ár. „Ég kynnt­ist cross­fit í byrj­un árs 2010 og al­veg kol­féll fyr­ir því.

Síð­an þá hef ég tek­ið þátt í mörg­um þrek­mót­um og hlaup­ið tvö mara­þon. Þrátt fyr­ir að hafa æft af kappi hef ég ekki getað keppt á neinu móti síð­ustu tvö ár­in sök­um meiðsla í oln­boga. Ég hafði próf­að allt áð­ur, en byrj­aði að nota Tiger Balsam-hita­smyrsl sem hef­ur al­veg bjargað mér með harð­sperr­ur og verki eft­ir æf­ing­ar. Oln­bog­inn er all­ur að koma til og ég er eins og nýr mað­ur. Ég sé loks­ins fram á að geta keppt aft­ur á næst­unni.“

TIGER BALSAM EINS OG GÓÐ NUDDMEÐFER­Ð

Ingv­ar starfar við hug­bún­að­ar­þró­un hjá LS Retail og sam­hliða því bygg­ir hann sum­ar­hús í Gríms­nes­inu.

„Það er fátt skemmti­legra en að kom­ast í hressi­lega úti­vinnu í bland við heila­brot­in. Það gef­ur auga­leið að mik­il seta við skrif­borð­ið, cross­fit-æf­ing­ar og húsa­smíði setja tölu­vert álag á líkamann og lyk­il­at­riði er að hugsa vel um hann. Mér finnst fátt betra en að koma heim úr sveit­inni og bera á mig Tiger Balsam. Þetta er eins og góð nuddmeðfer­ð í krukku,“seg­ir Ingv­ar og bros­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.