SKÁLDAÐ Í TRÉ Í RÁÐHÚSINU

SÝN­ING Í RÁÐHÚSI REYKJA­VÍK­UR Fé­lag trérenn­ismiða held­ur tutt­ugu ára af­mæl­is­sýn­ingu í Tjarn­ar­sal Ráð­húss­ins í Reykja­vík um helg­ina. Yfirskrift sýn­ing­ar­inn­ar er Skáldað í tré – á eig­in veg­um og munu nokkr­ir fé­lags­menn sýna og selja muni sína.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Við höf­um hald­ið nokkr­ar sýn­ing­ar í gegn­um tíð­ina en þar sem þetta er af­mælis­ár ákváð­um við að gera þetta að­eins öðru­vísi. Sýn­ing­in heit­ir Skáldað í tré – á eig­in veg­um. Þannig reyn­um við að fá fólk­ið til að koma sjálft og standa við eig­ið borð og selja muni sína,“seg­ir Karl Helgi Gísla­son formað­ur Fé­lags trérenn­ismiða. „Í fé­lag­inu, sem er áhuga­manna­fé­lag, er yf­ir­leitt full­orð­ið fólk sem er hætt að vinna og hef­ur þetta sem hobbí og margir sem eru komn­ir á þenn­an ald­ur virð­ast vera feimn­ir við að verð­leggja hlut­ina,“seg­ir Karl og við­ur­kenn­ir að hann sé þannig sjálf­ur. „Ég hef sjálf­ur ver­ið að gefa börn­un­um mín­um þetta og segi þá alltaf; Kem­ur hann með eina skál­ina enn,“seg­ir hann og hlær.

Karl Helgi tel­ur sýn­ing­una um helg­ina kjör­inn vett­vang til að minna á fé­lag­ið og koma mun­um í verð. „Enda kost­ar þetta áhuga­mál nokk­uð, bæði hrá­efni og áhöld.“

Trérenn­ismíði er ekki lög­vernd­uð iðn­grein en í fé­lag­inu eru 270 manns af öllu land­inu. Þrett­án þeirra taka þátt í sýn­ing­unni um helg­ina. „Þar af eru tveir sem sýna þau tæki og tól sem þarf til að gera þessa hluti.“Mun­irn­ir á sýn­ing­unni eru fjöl­breytt­ir, allt frá leik­föng­um og nytja­hlut­um og upp í skúlp­túra. Karl Helgi stend­ur vakt­ina við eig­ið borð á sýn­ing­unni en hann mun sýna tól og tæki, skúlp­túra og skraut­skál­ar sem hann vinn­ur úr dýr­um viði sem hann flyt­ur sjálf­ur inn. Sýn­ing­in var opn­uð í gær en verð­ur op­in í Tjarn­ar­sal Ráð­húss­ins frá 12 til 18 í dag og á morg­un.

MYNDIR /GVA

ENGILL OG LAUFABRAUÐ Har­ald­ur Guð­bjarts­son smíð­ar þessi for­láta laufa­brauð­sjárn og bygg­ir þar á gam­alli og þjóð­legri hefð Ís­lend­inga. Eng­ill­inn fal­legi er eft­ir Guð­mund Sig­urðs­son. Hann er bæði fal­lega út skor­inn og að­eins öðru­vísi en menn eiga að...

STYRK­IR LJÓS­IÐ Sig­urð­ur Már sel­ur koll­inn Fuzzi og lamp­ann Ljós ís­lenskr­ar nátt­úru. Lamp­ann vinn­ur hann í sam­vinnu við glerl­ista­kon­ur. Hluti af verði mun­anna eft­ir Sig­urð Má renn­ur til Ljóss­ins en auk þess fá þeir sem kaupa af Sig­urði Má veg­leg­an...

VÍKINGAR Jón Guð­munds­son á heið­ur­inn af þessu víga­lega vík­inga­skipi.

MYND/GVA

FORMAÐURIN­N Karl Helgi Gísla­son með eina af þeim skál­um sem hann sýn­ir í Ráðhúsinu um helg­ina.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.