DEKRAÐU VIÐ HEIMILIÐ

AMÍRA KYNNIR Versl­un­in Amíra sér­hæf­ir sig í sölu á gæða sæng­ur­föt­um, hand­klæð­um, bað­vör­um og gjafa­vör­um á hag­stæðu verði.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Mér fannst vanta litl­ar versl­an­ir mið­svæð­is í Reykja­vík sem bjóða upp á breitt úr­val af vör­um fyr­ir heimilið og ákvað því að gera eitt­hvað í mál­inu,“seg­ir Guð­rún Elín Guð­munds­dótt­ir glað­lega, en hún opn­aði versl­un­ina Amíru þann 16. októ­ber síð­ast­lið­inn.

„Við er­um með ýms­ar vör­ur fyr­ir heimilið. Sæng­ur, kodda, sæng­ur­ver, hand­klæði, sturtu­hengi, púða, teppi, krist­al­vasa, kerta­stjaka, lampa, hnífa­pör, jóla­skraut og alls kyns gjafa­vör­ur. Við er­um einnig með ung­barna­sæng­ur, barna­sæng­ur og sæng­ur­vera­sett,“tel­ur Guð­rún Elín upp. Hún seg­ist fyrst og fremst vilja bjóða upp á gæða­vör­ur á hag­stæðu verði. „En ég ein­beiti mér að því að vera með vör­ur í fleiri en ein­um gæða- og verð­flokki. Ég er til dæm­is með sæng­ur­ver frá 250 þráð­um upp í 400 þræði og þrjár gerð­ir af hand­klæð­um en bæði hand­klæð­in og sæng­ur­ver­in eru úr 100% bóm­ull. Ég tel mik­il­vægt að ná til breiðs mark­hóps.“Versl­un­in, sem er í Ármúla 23, er fal­leg, lit­rík og björt. Þar er að finna úr­val af alls kyns mun­um sem koma frá Dan­mörku, Nor­egi og Bretlandi. „Hér finn­ur fólk ým­is­legt til að fegra heim­ili sitt en einnig má hér fá fjölda gjafa­hug­mynda fyr­ir öll til­efni, hvort sem það er brúð­kaup, út­skrift, ferm­ing, skírn eða af­mæli,“seg­ir Guð­rún Elín og bæt­ir glett­in við; „Svo fást hér jóla­gjaf­irn­ar í miklu úr­vali.“

Amíra er op­in alla virka daga frá 11 til 18 og laug­ar­daga frá 12-16. Einnig verða ein­hverj­ar kvöldopn­an­ir í vet­ur.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar má fá á Face­book und­ir Amíra.

EIGANDINN Guð­rún Elín opn­aði versl­un­ina Amíru í Ármúla um miðj­an októ­ber. Versl­un­in er björt, fal­leg og lit­rík.

MYND/ERNIR

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.