STARFIÐ HELD­UR MÉR UNGUM

VINNUSAMUR Þor­vald­ur Hall­dórs­son söngv­ari verð­ur sjö­tug­ur á mið­viku­dag­inn og efn­ir til af­mælis­tón­leika í Grafar­vogs­kirkju af því til­efni. Þar mun hann rifja upp þekkt­ustu lög­in frá ferl­in­um með hjálp góðra gesta.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEIMILI -

Þor­vald­ur seg­ist aldrei áð­ur hafa hald­ið tón­leika í kring­um af­mæli. „Ég hef tek­ið þátt í af­mælis­tón­leik­um hjá öðr­um, til dæm­is með Helenu Eyj­ólfs­dótt­ur, en nú lang­ar mig að gera þetta sjálf­ur. Ég syng reglu­lega í kirkj­um og finnst Grafar­vogs­kirkja henta vel til tón­listar­flutn­ings. Mér líður vel þar og kirkj­an tek­ur marga gesti,“seg­ir Þor­vald­ur sem hef­ur sung­ið í kirkj­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu síð­ast­lið­in fimmtán ár. „Ég hef sung­ið við mess­ur og ýms­ar uppá­kom­ur með eldri borg­ur­um. Ég flyt dæg­ur­lög en einnig trú­ar­lega tónlist. Það er alltaf mik­ið um að vera í kirkj­un­um. Síð­an er ég alltaf í messu í Kola­port­inu á sunnu­dög­um en þar hafa prest­ar Dóm­kirkj­unn­ar og fleiri þjón­að. Ég og kona mín, Mar­grét Scheving, höf­um séð um tón­list­ina. Ég byrja yf­ir­leitt áð­ur en mess­an hefst og syng þekkt dæg­ur­lög en þá flykk­ist fólk­ið að. Lag­ið sem hef­ur fylgt mér lengst, Á sjó, er alltaf vin­sælt. Auk þess flyt ég lög eins og Tondeleyó, Dagný, Komdu í kvöld, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig auk lag­anna sem ég tók með hljóm­sveit Ingimars Ey­dal í gamla daga. Fólk þekk­ir þessi lög,“seg­ir Þor­vald­ur, sem var að­eins fimmtán ára þeg­ar hann söng fyrst op­in­ber­lega.

SÍLD OG SÖNGUR

„Ég byrj­aði að syngja á Siglu­firði þar sem ég er fædd­ur og upp­al­inn. Ég var í skóla­hljóm­sveit. Eitt sinn ætl­aði ég að spila lag sem Fats Dom­ino hafði sung­ið en náði ekki að spila það á saxó­fón­inn minn. Ég söng það í stað­inn og fékk mjög góð við­brögð. Við þetta kvikn­aði ein­hver ástríða fyr­ir söngn­um og ég fór að leit­ast eft­ir því að kom­ast í hljóm­sveit. Ég fékk síð­an að syngja með Fjór­um fjör­ug­um, sem var þekkt band á Sigló á þess­um tíma,“seg­ir Þor­vald­ur, sem söng sum­ar­langt á kvöld­in en vann í síld­inni á dag­inn. „Mað­ur kom heim í kvöld­mat, skipti um föt og fór síð­an að syngja fyr­ir fólk­ið. Þetta var auð­vit­að púl en mér þótti þetta skemmti­legt líf,“seg­ir hann.

Leið­in lá síð­an í Mennta­skól­ann á Akur­eyri þar sem hann byrj­aði í skóla­hljóm­sveit­inni. „Ég fór líka að syngja með Hauki Heið­ari, lækni og pí­an­ista, en hann var með hljóm­sveit á Hótel KEA. Þeg­ar Sjall­inn opn­aði var mér og Vil­hjálmi Vil­hjálms­syni boð­ið að syngja með hljóm­sveit Ingimars Ey­dal. Það var nokk­ur sam­keppni á milli KEA og Sjall­ans á þess­um tíma. Eft­ir eitt ár flutti Vil­hjálm­ur síð­an til Reykja­vík­ur og fór að syngja á Röðli en í hans stað kom fyrst Erla Stef­áns­dótt­ir og síð­an Helena Eyj­ólfs­dótt­ir,“út­skýr­ir Þor­vald­ur. „Við unn­um sam­an til árs­ins 1972 en þá flutti ég suð­ur. Ég starf­aði bæði með Óla Gauk og hljóm­sveit­inni Pónik í Reykja­vík.“

FRELSAÐIST Í EYJUM

Þor­vald­ur flutti til Vest­manna­eyja eft­ir gos­ið og starf­aði þar sem raf­virki. „Kon­an mín er úr Eyjum og við bjugg­um þar í tíu ár. Ég söng ekki með hljóm­sveit­um á þeim ár­um en var í kór. Ár­ið 1977 varð ég fyr­ir trúaráhrif­um sem varð til þess að ég fór að syngja trú­ar­leg lög. Ég var stadd­ur með líf mitt á þannig punkti að ég þurfti á trúnni og kær­leika guðs að halda,“seg­ir hann.

Þeg­ar hann er spurð­ur hvort óregla hafi leitt hann í trúna, seg­ir hann svo ekki vera. „Nei, þetta var vissu­lega frels­un en ekki vegna óreglu. Við Mar­grét tók­um snemma þá með­vit­uðu ákvörð­un að nota áfengi ein­ung­is í hófi og það höf­um við alltaf gert. Fá­um okk­ur ein­staka sinn­um vínglas með mat en höf­um lát­ið áfengi að öðru leyti vera. En við þessa trú­ar­legu frels­un breytt­ist líf mitt og ég fór að starfa inn­an kirkj­unn­ar,“út­skýr­ir Þor­vald­ur.

DROTTINN ER MINN HIRÐIR

Hann ákvað að setj­ast á skóla­bekk og læra guð­fræði við Há­skóla Ís­lands. „Ég klár­aði ekki nám­ið. Það var of dýrt fyr­ir mann með stóra fjöl­skyldu að setj­ast á skóla­bekk. Við vor­um með heim­ili á tveim­ur stöð­um og nám­ið var að setja okk­ur á haus­inn,“við­ur­kenn­ir hann. „Ég tók því þráð­inn upp aft­ur að syngja op­in­ber­lega. Kon­an mín syng­ur orð­ið mik­ið með mér í kirkj­un­um. Til dæm­is í svo­kall­aðri Tómas­ar­messu sem er í Breið­holts­kirkju einu sinni í mán­uði,“seg­ir Þor­vald­ur en þau hjón­in hafa bæði sam­ið lög. Mar­grét samdi til dæm­is lag­ið við sálm­inn Drottinn er minn hirðir sem er vin­sæll í jarð­ar­för­um. „Við syngj­um þetta lag oft og er­um stolt af því. Þetta er fal­legt lag og okk­ur finnst það passa víð­ar en í jarð­ar­för­um.“

MARGIR GÓÐIR GEST­IR

Einka­barn Þor­vald­ar og Mar­grét­ar, Þor­vald­ur, er óperu­söngv­ari í Þýskalandi og er kom­inn heim til að syngja í af­mæli föð­ur síns. Þor­vald­ur átti þrjú börn frá fyrra hjóna­bandi og Mar­grét önn­ur þrjú. „Ég vona að ég fái marga gesti á af­mælis­tón­leik­ana og að við get­um átt góða stund sam­an.“Á með­al þeirra sem koma fram eru Helena Eyj­ólfs, Kristjana Stef­áns, Gísli Magna og fleiri. Hljóm­sveit­ina skipa Gunn­ar Gunn­ars­son, Jón Rafns­son, Sig­urð­ur Flosa­son, Jón Elv­ar Haf­steins­son og Hann­es Frið­bjarn­ar­son. Mið­ar verða seld­ir við inn­gang­inn og á midi.is.

Þor­vald­ur seg­ist ekki ætla að gera fleira í til­efni af­mæl­is­ins. „Ég er enn á fullu í tón­list­inni og ætla að halda því áfram. Það er gott fyr­ir sál­ina að syngja til guðs. Söng­ur­inn og starfið held­ur mér ungum,“seg­ir Þor­vald­ur. Tón­leik­arn­ir hefjast á mið­viku­dags­kvöld­ið kl. 20.30.

el­[email protected]

MYND/STEFÁN

SÖNGVARINN Þor­vald­ur Hall­dórs­son starfar við ýms­ar at­hafn­ir í kirkj­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Á mið­viku­dag­inn held­ur hann upp á sjö­tugsaf­mæl­ið í Grafar­vogs­kirkju.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.