HOLLARI KOSTUR

SÓMI KYNNIR Þrjár vöru­teg­und­ir frá Sóma eru merkt­ar Skrá­argat­inu. Skrá­argat­ið er op­in­bert merki sem finna má á um­búð­um mat­vara sem upp­fylla ákveð­in skil­yrði. Það auð­veld­ar fólki að velja hollari mat­vöru.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Við leggj­um mikla áherslu á að vera með góð­ar og að­gengi­leg­ar upp­lýs­ing­ar um vör­ur okk­ar. Til dæm­is hafa vör­ur frá Sóma ver­ið með nær­ing­ar­gild­is­merk­ingu í tólf ár, frá 2002, auk þess sem finna má all­ar upp­lýs­ing­ar um vör­urn­ar frá Sóma á www.somi.is. Okk­ur þótti því eðli­legt næsta skref að taka þátt í skrá­argats­verk­efn­inu,“seg­ir Lauf­ey Sig­urð­ar­dótt­ir, nær­ing­ar­rekstr­ar­fræð­ing­ur hjá Sóma.

Skrá­argat­ið er samn­or­rænt merki sem hef­ur að mark­miði að auð­velda neyt­end­um að velja hollari mat­vöru. Það má finna á um­búð­um mat­vara sem upp­fylla ákveð­in skil­yrði varð­andi sam­setn­ingu nær­ing­ar­efna. Vör­ur sem bera merk­ið eru hollari en aðr­ar vör­ur í sama flokki.

„Sómi fagn­ar því að neyt­end­ur eigi nú auð­veld­ara með að velja hollt með ein­faldri, vel sýni­legri merk­ingu og vill sýna stuðn­ing í verki með því að vera með vör­ur und­ir merkj­um skrá­argats­ins,“seg­ir Lauf­ey en fyrstu skrá­argats­merktu vör­ur frá Sóma komu á mark­að fyr­ir tveim­ur ár­um.

Þrjár vör­ur Sóma bera merki Skrá­argats­ins. Sam­loka, hyrna og sal­at­bakki. „Við lög­uð­um vör­ur okk­ar að skil­yrð­um Skrá­argats­ins og höf­um feng­ið af­ar já­kvæð við­brögð,“seg­ir Lauf­ey. Hún von­ast til að geta fjölg­að þess­um vör­um í fram­tíð­inni.

MYND/GVA

GÆÐA­VÖR­UR Lauf­ey er hér með þær þrjár vör­ur frá Sóma sem merkt­ar eru Skrá­argat­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.