PALLÍETTUR

Fann­ey Svans­dótt­ir prjón­ar barna­föt und­ir merk­inu Yl­ur. Hún hafði ein­ung­is prjón­að tref­il þeg­ar hún prjón­aði fyrstu peys­una á dótt­ur sína. Nú býr hún til sín­ar eig­in upp­skrift­ir og legg­ur varla frá sér prjón­ana.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

g hafði aldrei prjón­að neitt, kannski einn tref­il þeg­ar ég átti dótt­ur mína í júlí í fyrra. Svo lærði ég líka að hekla á þessu ári, þetta er allt frek­ar nýtt fyr­ir mér,“seg­ir Fann­ey Svans­dótt­ir. Hún var þó fljót að kom­ast upp á lag­ið með prjón­ana og prjón­ar nú barna­föt und­ir merk­inu Yl­ur.

„Ég prjón­aði peysu á dótt­ur mína, eft­ir upp­skrift en núna prjóna ég ekki neitt eft­ir upp­skrift­um. Ég bý þær bara til. Það krefst auð­vit­að þol­in­mæði og út­reikn­inga og mik­ið sem þarf að rekja upp. Mamma hjálp­ar mér svo­lít­ið, hún er mjög klár í þessu,“seg­ir Fann­ey.

Enn sem kom­ið er inni­held­ur lín­an Yl­ur peys­ur, kjóla og sam­fell­ur úr merinó-ull en Fann­ey ætl­ar sér að bæta við lín­una. Hún not­ar ein­göngu fjóra liti og eru bleik­ur og blár ekki þar á með­al.

„Ég er svo sér­vit­ur á barna­föt og vil hafa þau frek­ar natúral. Ég er lít­ið fyr­ir bleikt eða blátt með glimmer og pallí­ett­um,“seg­ir Fann­ey kank­vís.

Hún hef­ur varla lagt frá sér prjón­ana síðasta ár­ið og stefn­ir heils hug­ar að því að gera prjóna­skap­inn að at­vinnu sinni. Fyrst ætl­ar hún sér þó að ljúka námi en hún stund­ar nám í fé­lags­ráð­gjöf.

„Ég er með marg­ar prjóna­hug­mynd­ir sem mig lang­ar að fram­kvæma en hef ekki haft tíma til þess enn þá. Ég út­skrif­ast næsta vor en draum­ur­inn er að gera prjóna­skap­inn að at­vinnu. Núna er ég kannski átta tíma á dag að prjóna og er far­in að hugsa þetta eins og vinnu­dag. Þetta er það skemmti­leg­asta sem ég veit.“

Nán­ar má for­vitn­ast um prjóna­föt Fann­eyj­ar und­ir Yl­ur á Face­book.

MYND/ÚR EINKASAFNI

PRJÓNAKONA Fann­ey Svans­dótt­ir prjón­aði fyrstu peys­una þeg­ar dótt­ir­in fædd­ist í júlí í fyrra. Nú hef­ur hún sett sam­an línu eft­ir eig­in upp­skrift­um und­ir heit­inu Yl­ur.

KJÓLL Fann­ey lærði að hekla í sum­ar og lang­ar að bæta hekl­uð­um vör­um við lín­una.

FAL­LEG LÍNA Yl­ur sam­an­stend­ur af peys­um, kjól­um og sam­fell­um en Fann­ey ætl­ar sér að bæta við lín­una.

SÆTAR SAM­FELL­UR Fann­ey sá mynd af sam­fell­um á Pin­t­erest en fann enga upp­skrift og bjó þá til sína eig­in.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.