ÁHERSLAN Á GÆÐI

GÓÐ HEILSA KYNNIR Sænska fyr­ir­tæk­ið Sw­an­son Health In­ternati­onal býð­ur upp á úr­val víta­mína og bæti­efna auk jurtalínu í sér­flokki.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Sænska fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið Sw­an­son Health In­ternati­onal býð­ur upp á mik­ið úr­val af víta­mín­um og bæti­efn­um auk þess sem jurtalína þeirra er í al­ger­um sér­flokki hvað varð­ar verð og gæði, að sögn Ól­afs Stef­áns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra hjá Góðri heilsu, sem er um­boðs­að­ili þeirra hér á landi. „Við hjá Góðri heilsu höf­um á und­an­förn­um ár­um boð­ið upp á all­ar helstu vör­ur frá Sw­an­son og eykst úr­val­ið í hverj­um mán­uði. Nýj­ustu vör­urn­ar eru Ha­ir Sk­in & Nails og Dual Gin­seng blanda sem hafa báð­ar hafa reynst mjög vel. Sölu­hæstu vör­urn­ar síð­ustu miss­eri eru Pro 16 gerl­arn­ir, D-víta­mín og Tur­merik.“

Sw­an­son Health In­ternati­onal er stað­sett í Norð­ur-Dakóta­ríki í Banda­ríkj­un­um þar sem Lee Sw­an­son Jr. stjórn­ar fyr­ir­tæk­inu sem fað­ir hans stofn­aði í kjöl­far þess að grein­ast með gigt sem síð­ar kveikti áhuga hans á bæti­efn­um.

„Óháð­ir að­il­ar kanna gæði bæti­efna í Banda­ríkj­un­um reglu­lega og hef­ur Sw­an­son ávallt stað­ist ströngustu kröf­ur um gæði og styrk inni­halds­efna. Gæði eru al­gert for­gangs­at­riði hjá stjórn­end­um fyr­ir­tæk­is­ins. Ásamt því legg­ur Lee Sw­an­son Jr. mikla áherslu á nýj­ar vör­ur en ár­lega eru fleiri hundruð nýj­ar vör­ur sett­ar á mark­að hjá Sw­an­son og seld­ar út um all­an heim.“

Núna um helg­ina opn­ar Gló glæsi­lega versl­un í Fáka­feni í Skeif­unni í Reykja­vík þar sem með­al ann­ars verð­ur boð­ið upp á mik­ið úr­val af Sw­an­son-vör­um. „Marta, versl­un­ar­stjóri Gló­ar í Fáka­feni, hef­ur ver­ið okk­ur inn­an hand­ar við að velja nýj­ar vör­ur. Við hlökk­um til opn­un­ar­inn­ar hjá þeim um helg­ina og er­um full­viss um að við­skipta­vin­ir versl­un­ar­inn­ar verði ekki svikn­ir af þeim.“

Sw­an­son-vör­urn­ar fást í Gló, Lif­andi mark­aði, Blóma­vali, Heilsu­veri, Heilsu­hús­inu og í völd­um apó­tek­um. Mesta úr­val­ið má þó finna í versl­un Góðr­ar heilsu.

MYND/ERNIR

TOPPGÆÐI Að sögn Ól­afs Stef­áns­son­ar hjá Góðri heilsu hef­ur Sw­an­son ávallt stað­ist ströngustu kröf­ur um gæði og styrk inni­halds­efna.

MYND/ERNIR

VÖRUÞRÓUN Ár­lega eru fleiri hundruð nýj­ar vör­ur sett­ar á mark­að frá Sw­an­son og seld­ar um all­an heim.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.