BAKAR HELST FYR­IR SJÁLFA SIG

JÓLAUPPSKR­IFTIR Haf­dís Priscilla Magnús­dótt­ir er mik­ið jóla­barn sem byrj­ar snemma á jó­laund­ir­bún­ingn­um. Svo snemma raun­ar að hún var að baka þriðju út­gáf­una af pip­ar­kök­um. Hún var að gefa út ra­f­ræna upp­skrifta­bók og með aðra hefð­bundna á leið­inni.

Fréttablaðið - FÓLK - - JÓLAHLAÐBO­RÐ -

Haf­dís held­ur úti blogg­inu Dísu­kök­ur þar sem hún með­al ann­ars gef­ur upp­skrift­ir að syk­ur- og hveiti­lausu fæði. Dísu­blogg­ið var stofn­að í fyrra­sum­ar þeg­ar Haf­dís ákvað að prófa að taka syk­ur og hveiti úr mataræði fjöl­skyld­unn­ar. „Ég er sjálf með gigt sem versn­ar þeg­ar ég borða syk­ur og hveiti en ég er hins veg­ar mik­ill eft­ir­rétta- og nammig­rís. Mér fannst vanta upp­skrift­ir á ís­lensku sem hent­uðu mér þannig að ég ákvað að prófa að setja þær upp­skrift­ir sem ég nota á blogg­ið. Á blogg­inu eru all­ar upp­skrift­ir syk­ur-, hveiti- og glút­en­laus­ar en svo er ég að prófa mig áfram með eggja­laus­ar og mjólk­ur­vöru­laus­ar upp­skrift­ir. Ég er alltaf að reyna að búa til eitt­hvað nýtt og reyni að hafa eitt­hvað fyr­ir alla.“

Haf­dís var að gefa út ra­f­ræna upp­skrifta­bók sem heit­ir

„Ég á rosa­lega mik­ið af jó­la­upp­skrift­um sem ég er bú­in að búa til og sanka að mér, mig lang­aði til að setja þær á einn stað og fannst ra­f­ræn bók vera góð hug­mynd.“

Hún læt­ur ekki þar við sitja held­ur er von á hefð­bund­inni upp­skrifta­bók, frá henni í hill­ur versl­ana í næsta mán­uði. Hún seg­ist oft fá hug­dett­ur sem hún verð­ur að fram- kvæma strax en hún bjó sjálf til flest­ar upp­skrift­ir í bók­inni. Með­al ann­ars eru í bók­inni upp­skrift­ir að pip­ar­myntu-kakói og pip­ar­köku­kúl­um en það er gott að gæða sér á þeim þeg­ar jó­laund­ir­bún­ing­ur­inn stend­ur yf­ir. „Ég fæ mér oft kó­kos­kúl­ur þeg­ar nammi­þörf­in kem­ur yf­ir mig. Auk þess finnst mér hrátt pip­ar­köku­deig svo gott að ég ákvað að prófa að búa til jóla­kó­kos­kúl­ur og þá urðu þess­ar til sem öll­um í fjöl­skyld­unni finnst góð­ar. Ég þoli ekki þeg­ar börn­un­um finnst það sem ég bý til gott því þá fæ ég minna,“seg­ir Haf­dís og skelli­hlær. Hún bæt­ir svo við í gam­an­söm­um tón að hún sé ekki að baka fyr­ir fjöl­skyld­una held­ur fyr­ir sjálfa sig.

MYND/VALLI

FINNST GOTT AÐ VERA Í ELD­HÚS­INU Haf­dís veit ekki hvort hún á að kalla bakst­ur­inn og mat­seld­ina áhuga­mál eða áráttu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.