SKYNDI­LAUSN­IR SKILA ENGU

MAT­UR Heilbrigt líferni er lífs­stíll sem hefst á því að fylla ís­skáp­inn af holl­ustu og elda frá grunni. Telma Matth­ías­dótt­ir þjálf­ari gef­ur góð ráð um hvernig hefja megi heilbrigt líf ár­ið 2015 og upp­skrift að ljúf­feng­um heilsu­drykk.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Eft­ir há­tíð­ina eru marg­ir þreytt­ir og þrútn­ir eft­ir ofát, of mik­inn syk­ur og kjöt og svefn­venj­urn­ar komn­ar í rugl. Það er því gott að byrja ár­ið á því að borða sem mest af lif­andi fæðu eins og græn­meti, ávöxt­um og berj­um, baun­um, hnet­um og fræj­um, búa til sj­eik eða djús og drekka vel af vatni. Fyrsta skref­ið er að fylla eld­hús­ið af holl­ustu. Það er ekki hægt að borða hollt nema eiga það til,“seg­ir Telma Matth­ías­dótt­ir þjálf­ari þeg­ar hún er beð­in um góð ráð til að byrja nýja ár­ið á heilsu­sam­leg­um nót­um. Telma seg­ir mik­il­vægt að horfa á heilsu­sam­legt líferni sem lífs­stíl. Skamm­tíma­lausn­ir eigi ekki við.

„Skyndi­lausn­ir virka lít­ið, þær breyta ekki mat­ar­venj­um okk­ar. Til að halda lík­am­an­um hraust- um og sterk­um þarf að finna leið sem virk­ar á hverj­um degi það sem eft­ir er. Heil­brigð­ur lífs­stíll á ekki að snú­ast um það eitt að léttast held­ur vilj­um við styrkj­ast bæði and­lega og lík­am­lega, allt ann­að er bón­us,“seg­ir Telma.

ELDA FRÁ GRUNNI

Borð­um meira af heima­gerð­um mat og eld­um frá grunni. Við vit­um hvað við er­um að borða ef við mat­reið­um það sjálf og stjórn­um bet­ur magni og gæð­um.

HEIMA­GERÐ SÆT­INDI BETRI

Í fæðu­hringn­um eru eng­in sæt­indi, kök­ur, kex, ís, sykr­að­ir gos­drykk­ir, eða áfengi enda eru þess­ar vör­ur ekki nauð­syn­leg­ar til vaxt­ar og við­halds lík­am­ans. Þær geta þó kom­ið inn í litlu magni af og til. Sum­um hent­ar að hafa nammi­dag og ég mæli með að all­ir prófi sig áfram í heima­gerð­um sæt­ind­um, það er oft miklu betra.

REGLULEGUR SVEFN

Við verð­um að hafa reglu á svefn­in­um. Fara að sofa á sama tíma, ekki vinna við tölvu eða síma­skjá klukku­tíma fyr­ir svefn og ekki borða tveim­ur tím­um fyr­ir svefn. Það er samt held­ur ekki gott að fara mjög svang­ur að sofa.

GÖNGU­TÚR HJÁLP­AR TIL

Öll hreyf­ing eyð­ir orku, mik­il hreyf­ing styrk­ir hjarta og lungu. Fáðu þér göngu­túr frek­ar en að nota mat til að losna við streitu. það er ótrú­legt hvað ferskt loft get­ur gert.

Uppskrift­ina má finna á síðu 4

MYND/VALLI

HOLLT OG GOTT Telma Matth­ías­dótt­ir þjálf­ari hef­ur um­sjón með og held­ur úti síð­unni fitubrenns­la. is. Hún gef­ur upp­skrift að holl­um drykk sem bragð­ast þó eins og besta köku­deig.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.