VIЭBURÐA­RÍKT ÁR HJÁ PRINSINUM

GOTT ÁR AÐ BAKI Pr­ins Póló átti bestu inn­lendu plötu árs­ins 2014 að mati Frétta­blaðs­ins. Þeg­ar Prins­inn tek­ur sér frí fram­leið­ir hann græn­met­ispyls­ur og und­ir­býr menn­ing­ar- og mat­væla­veldi á Karls­stöð­um í Djúpa­vogs­hreppi.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Ár­ið 2014 var ansi við­burð­ar­ríkt í lífi Svavars Pét­urs Ey­steins­son­ar, sem bet­ur er þekkt­ur sem tón­list­ar­mað­ur­inn Pr­ins Póló. Þriðja plata hans, Sorrí, var val­in besta ís­lenska plata árs­ins 2014 í Frétta­blað­inu ný­lega af hópi val­inna sér­fræð­inga. Pr­ins Póló samdi líka tón­list­ina við kvik­mynd­ina Pa­rís norð­urs­ins en tit­il­lag mynd­ar­inn­ar sló ræki­lega í gegn á ár­inu. Auk þess gaf hljóm­sveit hans, Skakkamana­ge, út sína þriðju plötu í upp­hafi árs en eig­in­kona hans, Berg­lind Häsler, er einnig í sveit­inni.

Svavar hóf vinnu við plöt­una Sorrí í janú­ar 2012 þeg­ar hann leigði sér vinnu­stofu og sat við frá morgni til kvölds í nokkra mán­uði. „Mark­mið­ið var alltaf að gera al­menni­lega plötu, ekk­ert upp­fyll­ing­ar­efni. Ég ætl­aði að gefa út „singla“og mynd­bönd á net­inu og verk­inu átti að vera lok­ið fyr­ir árs­lok. Þetta gekk mjög vel fram­an af en svo af­vega­leidd­ist ég; gat ekki set­ið við alla daga og sam­ið tónlist.“

HRESSI­LEG DEP­URÐ

Um tíma sneri hann sér að öðr­um verk­efn­um, með­al ann­ars fram­leiðslu á græn­met­ispyls­um sem kall­að­ar eru buls­ur auk þess sem fjöl­skyld­an flutti upp í sveit, nán­ar til­tek­ið að bæn­um Karls­stöð­um sem stend­ur ná­lægt Djúpa­vogi á Aust­ur­landi.

„Ég hélt þó alltaf áfram að semja og gaf út nokk­ur lög og mynd­bönd, þar á með­al Bragð­ar­efi, Föstu­dags­messu, Tipp Topp og Land­spít­al­ann en öll lög­in end­uðu á Sorrí. Plat­an kom svo loks út síð­ast­lið­ið vor og fékk mjög góða dóma. Ég átti nú samt ekki von á svo sterk­um við­brögð­um eins og plat­an fékk á mörg­um árslist­um í lok árs­ins.“

Svavar var einnig beð­inn um að semja tónlist við kvik­mynd­ina Pa­rís norð­urs­ins en tit­il­lag mynd­ar­inn­ar varð mjög vin­sælt síð­asta sum­ar. „Eitt kvöld­ið hringdi leik­stjóri mynd­ar­inn­ar, Haf­steinn Gunn­ar Sig­urðs­son, og bað um lag fyr­ir ákveðna senu í mynd­inni. Hann vildi lag sem hefði í sér hressi­lega dep­urð og til­vís­un í haf­ið. Ég taldi mig vita hvað hann vildi og sett­ist nið­ur strax um kvöld­ið og samdi text­ann og grunn­inn að lag­inu. Þeg­ar mynd­in var klippt óx lag­ið og varð að end­ingu tit­il­lag mynd­ar­inn­ar. Mér finnst gam­an að spila lög í vinnslu fyr­ir börn­in mín því þannig veit ég strax hvort lag­ið höfð­ar til fólks eða ekki. Pa­rís norð­urs­ins hitti beint í mark­hóp­inn 4-14 ára.“

ENG­IN RÓ­LEG­HEIT FRAM UND­AN

Ár­ið 2015 verð­ur að öll­um lík­ind­um jafn við­burða­ríkt. „Það er ým­is­legt í deigl­unni hjá bulsu­gerð­ar­mönn­um en fram­leiðsl­an er í full­um gangi og alltaf að vaxa. Prins­inn mun áfram kveða sér hljóðs á nýju ári með nýju efni, en Skakkamana­ge mun ekki koma fram á tón­leik­um að svo stöddu. Ann­ars er­um við hjón­in önn­um kaf­in við að koma upp menn­ing­ar- og mat­væla­veldi á Karls­stöð­um í Djúpa­vogs­hreppi þannig að mestri ork­unni er beint þang­að sem stend­ur. Við er­um með­al ann­ars að gera upp gamla bæ­inn og byrj­um hér með að taka við bók­un­um í gist­ingu fyr­ir sumar­ið!“

Fá­ir ís­lensk­ir tón­lista­menn hafa þén­að mikla pen­inga á plötu­sölu und­an­far­in ár. Þótt Sorrí hafi feng­ið mjög góð­ar við­tök­ur hef­ur hún selst í hóf­legu magni. „Sala á plöt­um hef­ur alltaf ver­ið lé­leg á Íslandi nema í nokkr­um und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um. Það má því segja að þessi minnk­andi al­menna sala með til­komu Spotify breyti engu fyr­ir stór­an hluta tón­list­ar­manna. Ég mundi því segja að tón­list­ar­líf­ið breyt­ist lít­ið með ár­un­um, þetta snýst í grunn­inn um að búa til tónlist og koma henni frá sér á ein­hverju formi; kas­settu, geisladisk­i, vínyl, Spotify, YouTu­be eða öðru. Ég held að ungt tón­listar­fólk hljóti að vera með sömu markmið nú og áð­ur, að skapa tónlist, gefa hana út, og halda tón­leika.“

MYND/GVA

UPP­TEK­IN Í SVEIT­INNI Svavar og Berg­lind með börn­in þrjú; Elísu fimmtán ára, Hrólf fjög­urra ára og Al­dísi Rúnu eins árs.

MYND/GVA

FRAM­KVÆMD­IR Gamla hús­inu verð­ur breytt í gisti­heim­ili sem verð­ur til­bú­ið næsta sum­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.