EINN AF ÞEIM STÓRU Í BOLT­AN­UM

LANDS­LIÐS­ÞJÁLF­ARI Hand­knatt­leiks­mað­ur­inn Dag­ur Sig­urðs­son hef­ur bú­ið víða um heim og lengst af í Þýskalandi en hann er þjálf­ari þýska lands­liðs­ins. Hann er kom­inn hing­að til lands ásamt liði sínu til að spila vináttu­lands­leiki við ís­lenska lands­lið­ið.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Dag­ur Sig­urðs­son gegn­ir einu af stóru störf­un­um í hand­bolta­heim­in­um en hann er eins og marg­ir vita þjálf­ari þýska lands­liðs­ins. Auk þess hef­ur hann þjálf­að lið Füch­se Berl­in í þýsku Bundeslig­unni frá 2009.

Áð­ur en hann hætti að spila sjálf­ur lék hann sem at­vinnu­mað­ur með lið­um víða um heim; í Japan, Aust­ur­ríki og Þýskalandi, en hann hef­ur einnig þjálf­að í þess­um lönd­um.

ENG­IN DRAMA­TÍK LENG­UR

Dag­ur ját­ar því að þjálf­ara­verk­efn­ið sem hann tók að sér í ág­úst sé stórt en það fylgi því mik­ill heiður að hafa feng­ið það. Þýska lið­ið mæt­ir því ís­lenska í vináttu­leikj­um á morg­un og á mánu­dag en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dag­ur spil­ar gegn Íslandi þar sem hann þjálf­aði aust­ur­ríska lands­lið­ið um tíma og mætti þá lönd­um sín­um í nokkr­um leikj­um.

„Það er alltaf svo­lít­ið skrít­ið að spila á móti Íslandi og enn frek­ar að spila heima í Laug­ar­dals­höll. Þetta verð­ur skrít­ið og skemmti­legt í senn en ég er nú hætt­ur að sjá ein­hverja drama­tík í þessu, við er­um líka orðn­ir nokkr­ir Ís­lend­ing­ar sem er­um með önn­ur lands­l­ið,“seg­ir Dag­ur og vís­ar í þá Guð­mund Guð­munds­son, þjálf­ara danska lands­liðs­ins, og Pat­rek Jó­hann­es­son, þjálf­ara aust­ur­ríska liðs­ins, en auk þeirra er Þór­ir Her­geirs­son, þjálf­ari norska kvenna­lands­liðs­ins, og af þessu má sjá að ís­lensk­ir þjálf­ar­ar hafa náð góð­um ár­angri á er­lendri grund að und­an­förnu. Dag­ur seg­ir hægt að skrifa þenn­an góða ár­ang­ur á ým­is­legt. „Við Ís­lend­ing­ar er­um ekki mik­ið að setja okk­ur á stall. Við er­um vinnu­söm þjóð og get­um unn­ið með fólki af öllu þjóð­erni. Ís­land er líka lít­ið land og stutt á milli manna og því auð­velt að ná sér í þekk­ingu og skipt­ast á skoð­un­um.

Það er líka kom­in góð reynsla af ís­lensk­um þjálf­ur­um úti sem spyrst fljótt út, Alfreð Gísla­son ruddi braut­ina fyr­ir okk­ur hina,“seg­ir hann og bros­ir.

BERLÍN ER LIF­ANDI BORG

Dag­ur og fjöl­skylda hans, eig­in­kon­an Ingi­björg Pálma­dótt­ir og þrjú börn þeirra á aldr­in­um tólf til sautján ára, hafa bú­ið und­an­far­in fimm ár í Berlín og láta vel af líf­inu þar. „Ég hef ver­ið mjög hepp­inn að fá að vera í þess­ari íþrótt hér í Þýskalandi og það í höf­uð­borg­inni Berlín. Við hefð­um hugs­an­lega ekki rif­ið okk­ur upp aft­ur frá Íslandi fyr­ir ein­hvern ann­að stað. Nið­ur­stað­an varð að við fór­um fyr­ir tvö ár en þau verða orð­in sex þeg­ar samn­ing­ur­inn minn renn­ur út. Berlín er skemmti­leg og lif­andi borg og við er­um ánægð hér og börn­in líka þrátt fyr­ir að mað­ur finni alltaf fyr­ir ein­hverri smá heim­þrá.“

ORЭINN JAFN SKIPULAGÐU­R OG ÞJÓÐVERJI

Þrátt fyr­ir að vera af­skap­lega upp­tek­inn í starfi sínu seg­ist Dag­ur létt­ur í bragði finna sér tíma til að stunda áhuga­mál­in. „Ég hrúga inn áhuga­mál­un­um og hef alltaf nóg­an tíma fyr­ir þau. Þeg­ar við kom­um heim til Ís­lands í sum­ar­frí er nán­ast hver mín­úta skipu­lögð í veiði­ferð­ir, hesta­ferð­ir og úti­leg­ur með fjöl­skyld­unni. Ég er far­inn að lík­ast Þjóð­verj­an­um að því leyti að ég er all­an vet­ur­inn að skipu­leggja sumar­ið og það er allt nið­ur­neglt,“seg­ir hann og hlær. Hann bæt­ir því við að hann fylg­ist vel með tónlist, sér­stak­lega þeirri ís­lensku og glamri jafn­vel sjálf­ur eitt­hvað á gít­ar.

DREYM­IR UM AÐ BÚA Á ÍSLANDI

Samn­ing­ur Dags við Füch­se Berl­in renn­ur út í sum­ar og þá tek­ur arftak­inn, íslenskur að sjálf­sögðu, Erling­ur Rich­ards­son, við. Dag­ur verð­ur lands­liðs­þjálf­ari Þýska­lands næstu ár­in en hann skrif­aði und­ir samn­ing sem gild­ir allt til árs­ins 2020. „Samn­ing­ur­inn er lang­ur en hann er alltaf upp­segj­an­leg­ur og svo er það líka þannig í bolt­an­um að ef lið­ið tap­ar bara og tap­ar þá er þjálf­ar­inn rek­inn. Starf­ið er hins veg­ar þannig að ég get bú­ið hvar sem er og okk­ur lang­ar að koma heim og búa á Íslandi.

Áð­ur en við kom­um til Berlín­ar vor­um við nokk­urn veg­inn bú­in að fá nóg af því að búa úti eft­ir tíu ára úti­veru. Það breyt­ist líka margt í sum­ar og verð­ur ef­laust minna að gera hjá mér en núna er ekki al­gengt að ég fái tveggja daga frí eins og ég fékk núna um ára­mót­in,“seg­ir Dag­ur sem tók for­skot á Ís­lands­sæl­una og fór á und­an liði sínu til lands­ins og eyddi ára­mót­un­um hér á landi en lið­ið kom í gær.

LÉTT­UR Í STARF­INU

Þýska lið­ið var lengi vel á með­al fremstu liða heims og varð með­al ann­ars heims­meist­ari ár­ið 2007. Leið­in hef­ur þó leg­ið held­ur nið­ur á við og síð­ustu ár­in hef­ur lið­ið ekki unn­ið nema um helm­ing þeirra leikja sem það hef­ur spil­að.

„Þjóð­verj­arn­ir lifðu svo­lít­ið á þeim góða ár­angri og gleymdu sér í gleð­inni. Þeir hlúðu ekki nægi­lega vel að ungu leik­mönn­un­um sín­um og end­ur­nýj­uðu ekki lið­ið jafnóð­um og þá end­ar með því að það kem­ur högg. Ég hef ein­sett mér að vera bara létt­ur í starf­inu, lið­ið þarf á því að halda og þetta þarf að vera gam­an og menn verða virki­lega að vilja koma og spila fyr­ir lið­ið og fórna sér. Það ger­ist ekki nema það sé smá gleði og það hef­ur ein­mitt ein­kennt ís­lenska lands­lið­ið síð­ustu ára­tugi. Fyrsta skref­ið hjá mér er að reyna að bæta ár­ang­ur­inn og vinna fleiri leiki. Ég er ekki með neina draumóra um að allt detti í gír­inn og við spil­um með bestu þjóð­um inn­an skamms. Þetta verð­ur löng leið og ekki einu sinni víst að ég nái að taka verk­efn­ið til enda. Ann­ars eru það for­rétt­indi að fá að gegna þessu starfi og ég ætla að reyna að njóta þess þau ár sem ég fæ að gera þetta.“

ÞJÁLF­AR­INN Dag­ur seg­ir verk­efn­ið sem hann hafi tek­ið að sér vissu­lega vera stórt en að það séu for­rétt­indi að fá að gegna stöðu lands­liðs­þjálf­ara.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.