HELL­IR UPP Á MEÐ GAMLA LAG­INU

HEIM­ILI Ingi­björg Ósk Þor­valds­dótt­ir vill hella upp á kaffi með gamla lag­inu. Hún hann­aði kaffi­könn­una Uppá­klædd en Ingi­björg er ein þeirra lista­manna og hönnuða sem hafa kom­ið sér fyr­ir í Ís­húsi Hafn­ar­fjarð­ar.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Það er skemmti­leg at­höfn að hella upp á kaffi með gamla lag­inu. Ég man þeg­ar kaffi­vél­ar komu fyrst að amma og afi vildu ekki sjá þær, kaff­ið væri ekki nógu heitt úr þeim. Marg­ir vina minna hafa líka alltaf hellt upp á í gegn­um trekt og sjálf henti ég kaffi­vél­inni fyr­ir mörg­um ár­um,“seg­ir Ingi­björg Ósk Þor­valds­dótt­ir, grunn­skóla­kenn­ari og kera­mik­hönn­uð­ur, en hún hann­aði sína eig­in kaffi­könnu og trekt úr postu­líni.

„Ég hef alltaf haft þörf fyr­ir að vera skap­andi. Mig dreymdi um að fara í Hand­íða- og mynd­lista­skól­ann eft­ir kenn­ara­nám­ið á sín­um tíma en það varð ekki af því. Draum­arn­ir hverfa samt aldrei svo ég dreif mig í náms­leyfi fyr­ir tveim­ur ár­um,“seg­ir Ingi­björg. Hún út­skrif­að­ist úr mót­un við Mynd­lista­skól­ann í Reykja­vík síð­ast­lið­ið vor og hef­ur nú kom­ið sér upp vinnu­stofu í Ís­húsi Hafn­ar­fjarð­ar, ásamt fleiri lista­mönn­um og hönn­uð­um.

FÉKK NAFN­IÐ UPPÁ­KLÆDD

„Kann­an varð til í rennslu­áfanga í skól­an­um. Ég vann út frá snún­ingn­um í vinnslu­tækn­inni og hvernig hellt var upp á kaffi á gamla mát­ann þannig að snún­ing­ur mynd­ast á vatns­b­un­una. Tvinna­kefli voru mér líka of­ar­lega í huga og ég sneri snæri ut­an um könn­una og síð­ar tréperl­ur. Tréperlurn­ar ein­angra vel og því brenn­ir mað­ur sig ekki þeg­ar tek­ið er um könn­una,“út­skýr­ir Ingi­björg en segja má að snær­ið og perlurn­ar klæði könn­una í bún­ing. Hægt er að skipta um bún­ing svo kann­an falli að því um­hverfi sem henni er ætl­að, eða eft­ir því hvaða árs­tíð er.

„Ég hef síð­ast­lið­ið ár þró­að könn­una enn frek­ar og steypi hana í mót en hún er í fjór­um hlut­um. Ég hef lært mik­ið á ferl­inu og á döf­inni er að setja könn­una á mark­að. Nú eft­ir ára­mót­in fer ég að vinna bolla í stíl en mig lang­ar að búa til vöru­línu. Ís­hús­ið er líka enn að þró­ast og mjög spenn­andi tímar fram und­an,“seg­ir Ingi­björg.

Nán­ar má for­vitn­ast um hönn­un henn­ar á www.in­osk.is.

MYND/GVA

HÖNN­UN Ingi­björg Ósk, kera­mik­hönn­uð­ur og grunn­skóla­kenn­ari, hann­aði kaffi­könnu til að hella upp á með gamla lag­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.