BELGRAD ÓDÝRUST

GOTT FYR­IR BUDDUNA EuroTest kann­aði verð­lag í helstu stór­borg­um í Evr­ópu út frá sjón­ar­hóli ferða­manna. Ódýr­asta borg­in var Belgrad, höfuðborg Serbíu. Hér eru tald­ir upp nokkr­ir áhuga­verð­ir stað­ir í borg­inni.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

EuroTest bar sam­an verð­lag í tutt­ugu stór­borg­um Evr­ópu en tíma­rit FÍB greindi frá nið­ur­stöð­un­um ný­ver­ið. Kann­að var verð­lag á eins kon­ar ferða­mannapakka sem inni­held­ur kostn­að­ar­liði á borð við mat­vöru, þjón­ustu, að­gangs­eyri að söfn­um og skemmtigör­ð­um, bjórglas og að­gang að al­menn­ings­sam­göngu­kerfi borg­anna. Mik­ill mun­ur var á verð­lagi milli borga. Ódýr­asta borg­in var Belgrad en Ósló dýr­ust og var mun­ur­inn þeirra á milli tæp­lega fjór­fald­ur. Ferða­mannapakk­inn kost­ar í Belgrad 41,46 evr­ur en 152,54 evr­ur í Ósló. Ódýr­ustu borg­irn­ar næst­ar á eft­ir Belgrad voru Za­greb, Lju­blj­ana, Prag, Búdapest og Lúx­em­borg. Þær dýr­ustu næst á und­an Ósló voru Pa­rís, London, Kaup­manna­höfn, Ma­drid og Barcelona.

ÁHUGA­VERÐ BORG

Belgrad er höfuðborg Serbíu og stærsta borg lands­ins. Hún stend­ur við ár­mót Dónár og Sa­va. Borg­in er ein af þeim elstu í Evr­ópu og á ræt­ur sín­ar að rekja allt til um sex þús­und fyr­ir Krist en hún var stofn­uð á tím­um Kelta og Róma­veld­is.

BELGRAD-BORGARVIRK­IÐ

Virk­ið er eitt það elsta í heim­in­um og sam­an­stend­ur af gamla borg­ar­virk­inu og Kalemegd­an-garð­in­um. Hægt er að ganga um virk­ið og garð­inn all­an árs­ins hring, all­an sól­ar­hring­inn og aðgang­ur er ókeyp­is. Nærri virk­inu er að finna sögu­safn og hersafn sem gam­an er að skoða.

HRAM SVETOG SA­VE-KIRKJ­AN

Kirkj­an er stærsta musteri rétt­trún­að­ar­kirkj­unn­ar á Balk­anskag­an­um. Bygg­ing­in er 82 metra há og er í raun enn í bygg­ingu þar sem stríð, fá­tækt og komm­ún­ísk stjórn­völd hafa sett strik í reikn­ing­inn.

Yf­ir tíu þús­und manns geta set­ið í kirkj­unni í einu. Kirkj­an er þekkt fyr­ir fjölradda kirkju­klukk­ur og það er þess virði að koma á heila tím­an­um til að hlusta á þær klingja.

KNEZ MIHAILOVA-GATA

Knez Mihailova er vin­sæl göngu­gata sem ligg­ur milli Terazije-torgs and Kalemegd­an-garðs­ins. Gat­an er mið­punkt­ur borg­ar­inn­ar og var út­nefnd ein af fal­leg­ustu göngu­göt­um Aust­ur-Evr­ópu. Hún er einnig ein vin­sæl­asta versl­un­ar­gata borg­ar­inn­ar auk þess sem fólk get­ur not­ið þess að skoða fal­leg­an arki­tekt­úr hús­anna sem standa við hana.

NATO-EYÐILEGGIN­GIN

Ár­ið 1999 kast­aði NATO sprengj­um á Serbíu. Árás­in stóð í 78 daga. Á með­an á henni stóð urðu marg­ar bygg­ing­ar fyr­ir mikl­um skemmd­um, skól­ar, sjúkra­hús, menn­ing­ar­verð­mæti, kirkj­ur og klaust­ur. Belgrad varð ekki eins illa úti og aðr­ir bæ­ir en þar má þó finna ým­is­legt sem minn­ir á þenn­an erf­iða tíma í sögu borg­ar­inn­ar. Áhrifa­mest er að skoða rústir bygg­ing­ar inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og júgó­slav­neska her­mála­ráðu­neyt­is­ins sem standa báð­ar við Kneza Mi­loša­götu.

GATA FYR­IR HIPSTERA

Í Ska­darlija-götu hef­ur um langa tíð sleg­ið bóhemískt hjarta Belgrad.

Þar má finna skemmti­lega þjóð­lega veit­inga­staði, lif­andi tónlist sem spil­uð er af strengja­sveit­um, ljóða­kvöld, tón­leika og sýn­ing­ar af ýms­um toga. Gat­an end­ur­spegl­ar gamla og góða tíma með ríku­legu næt­ur­lífi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.