NÝTT ÁR MEÐ HREIN­AN SKÁP

Fréttablaðið - FÓLK - - HEIMILI| -

Ef holl­ari mat­ar­venj­ur voru hluti af ára­móta­heit­inu ætti að hefja ár­ið á því að taka ís­skáp­inn í gegn.

Tíndu allt út úr ís­skápn­um, eld­aðu eitt­hvað úr af­göng­un­um og frystu, það get­ur ver­ið gott að grípa til þess seinna, en hentu því sem ónýtt er.

Taktu hill­ur, bakka og skúff­ur út úr skápn­um. Þvoðu vel með upp­þvotta­legi en pass­aðu að gusa ekki brenn­heitu vatni á kald­ar gler­hill­ur, þær gætu sprung­ið. Not­aðu volgt vatn og nudd­aðu vel með þvotta­svampi, skol­aðu skal alla sápu burt með hreinu vatni og þurrk­aðu.

Strjúktu inn­an úr ís­skápn­um með blöndu af mat­ar­sóda og vatni eða epla­e­diki og vatni, þar sem kemísk hreinsi­efni gætu skil­ið eft­ir sig lykt sem mat­ur­inn tek­ur til sín.

Settu hill­urn­ar á sinn stað, þeg­ar allt er orð­ið þurrt.

Fylltu svo ís­skáp­inn af holl­um mat­vör­um og byrj­aðu nýja ár­ið með stæl.

www.ehow.com

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.