SYK­UR­LAUS ÍS

Fréttablaðið - FÓLK - - HEIMILI| -

Nú er tími til að taka upp ögn holl­ari venj­ur. Það er þó ekki endi­lega gott að fara allt of geyst af stað. Finn­ist þér ís til að mynda al­ger­lega ómiss­andi er um að gera að eiga hann til, en kannski í ögn holl­ari út­gáfu. Hér er upp­skrift að jarðarberj­aís sem er sætt­ur með ban­ana í stað syk­urs. 2 frosn­ir ban­an­ar í sneið­um 1 dl fros­in jarð­ar­ber 1/2 tsk. vanilla 2 mat­skeið­ar þeytt­ur rjómi Setj­ið ban­ana og jarð­ar­ber í bland­ara og þeyt­ið vel og vand­lega. Bæt­ið rjóma og vanillu við og bland­ið þar til mjúkt. Hell­ið í box og fryst­ið. Laum­ist í þeg­ar sæt­inda­löng­un­in ger­ir vart við sig.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.