MESTU SKIPT­IR AÐ FARA SEM OFT­AST

HOLL ÚTI­VERA Skíða­ganga er mjög vin­sæl keppnisí­þrótt og heilsu­rækt með­al ná­granna­þjóða okk­ar. Hún hef­ur þó ekki náð sömu út­breiðslu hér á landi þrátt fyr­ir að henta öll­um ald­urs­hóp­um og hægt sé að stunda hana víða.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Vetr­arí­þrótt­ir og skyld úti­vera eru áber­andi þess­ar vik­urn­ar enda næg­ur snjór víða um land. Ein þeirra vetr­arí­þrótta sem er furðu lít­ið stund­uð hér­lend­is er skíða­ganga sem þó hent­ar fólki á öll­um aldri, bæði sem íþrótt og heilsu­rækt. Að sögn Þórodds F. Þórodds­son­ar, for­manns skíða­göngu­fé­lags­ins Ulls, er einn stór kost­ur íþrótt­ar­inn­ar sá að all­ir geta æft hana sam­an á „vell­in­um“ólíkt mörg­um öðr­um íþrótt­um, óháð aldri og getu. „Þannig geta full­orðn­ir feng­ið mik­ið út úr ein­faldri æf­ingu þar sem þeir eru að segja börn­um til, fara fram og aft­ur í spor­inu og sýna þeim hvernig á að ganga við mis­mun­andi að­stæð­ur. Full­orðn­ir hafa gott af ein­faldri grunn­þjálf­un eins og börn­in og hana má til dæm­is fá með því að fara í leiki á skíð­un­um eða einu skíði og í þrauta­braut. Það kem­ur einnig mörg­um á óvart hvað börn­in eru dug­leg að ganga nokk­urra kíló­metra vega­lengd með hæfi­leg­um hléum. Það sem mestu skipt­ir þó fyr­ir alla er að fara sem oft­ast en ekki endi­lega fara langa leið eða vera marga klukku­tíma í senn.“

Skíða­spor auð­velda stjórn á göngu­skíð­um en við gerð þeirra þjapp­ast snjór­inn til hlið­ar svo skíð­astaf­irn­ir sökkva tak­mark­að. Hvort tveggja auð­veld­ar skíða­göng­una að sögn Þórodds. „Því mun­ar mjög miklu að hafa skíða­spor sem lögð eru með snjótroð­ara eða véls­leða en slík spor eru fyrst og fremst lögð á skíða­svæð­un­um í Bláfjöll­um og Skála­felli. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa ver­ið lögð spor á golf­vell­in­um í Vetr­ar­mýri í Garða­bæ og í Heið­mörk. Við Ull­ung­ar er­um að vinna að því þessa dag­ana að spor verði lögð sem oft­ast á þess­um svæð­um og einnig í Foss­vogs­dal í landi Kópa­vogs.“

Skíða­ganga er mjög vin­sæl keppnisí­þrótt og sem al­menn heilsu­rækt í ná­granna­lönd­um okk­ar Nor­egi, Sví­þjóð og Finn­landi en hef­ur af ein­hverj­um ástæð­um ekki náð sömu vin­sæld­um hér­lend­is. „Til þess að Ís­lend­ing­ar fari að ganga meira á skíð­um þarf að leggja skíða­spor sem víð­ast og helst þurfa þau að vera í jaðri þétt­býl­is eða á opn­um svæð­um inn­an þess þannig að stutt sé að skreppa á skíði.“

Hann seg­ir að víð­ast í ná­granna­lönd­um okk­ar sé stór hluti skíða­spora lagð­ur af sjálf­boða­lið­um. „Sveit­ar­fé­lög hér á landi mættu vinna að þessu verk­efni með því að sjá til þess að sjálf­boða­lið­ar hefðu að­gang að bún­aði sem þarf til þess að leggja skíða­spor. Svo væri æski­legt að íþrótta­kenn­ar­ar í skól­um beittu sér í aukn­um mæli fyr­ir því að börn og ung­ling­ar kynnt­ust skíða­göngu. Einnig væri gam­an að sjá skíða­spor við skóla og þannig ætti að vera auð­veld­ast að leggja þau við skóla á lands­byggð­inni því þar eru op­in svæði og tún og því oft betri aðgang­ur að véls­leð­um til að draga spora.“Um­sjón­ar­að­il­ar or­lofs­húsa­hverfa mættu einnig að sögn Þórodds leggja skíða­spor því þannig gætu fjöl­skyld­ur og vina­hóp­ar tek­ið göngu­skíð­in með í helg­ar­ferð­ina rétt eins og golf­pok­ann og veiðidót­ið á sumr­in.

Á heima­síðu Skíða­sam­bands Ís­lands má finna upp­lýs­ing­ar yf­ir öll stærstu mót sem eru fram und­an. Þar vek­ur Þórodd­ur sér­staka at­hygli á Ís­lands­göngu sem hefst með mót­um á Akur­eyri og Ól­afs­firði næstu helgi. „Við vilj­um helst sjá nokk­ur hundruð manns taka þátt í Ís­lands­göng­unni og fólk á ekki að líta á hana sem keppni held­ur al­menn­ings­skíða­göngu hlið­stæða hinum fjöl­mörgu al­menn­ings­hlaup­um sem fara fram víða um land ár­lega.“

MYND/ULLUR

FYR­IR UNGA SEM ALDNA Skíða­ganga er holl og skemmti­leg úti­vera fyr­ir alla ald­urs­hópa, ekki síst börn og ung­linga.

MYND/ULLUR

DUG­LEG­IR KRAKKAR Það kem­ur mörg­um á óvart hvað börn­in eru dug­leg að ganga nokk­urra kíló­metra vega­lengd með hæfi­leg­um hléum.

Ábyrgð­ar­mað­ur: brynd­[email protected], s. 512 5434 joni­v­[email protected], s. 512 5429

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.