SPENN­ANDI NÝJ­UNG Í DANSFLÓRUN­A

KLASS­ÍK Í BLAND VIÐ NÝJ­UNG­AR BRYN List­d­ans­skóli og DanceCente­r Reykja­vík hefja ár­ið á splunku­nýju sam­starfi. Boð­ið verð­ur upp á al­þjóð­lega við­ur­kennt dans­nám í klass­ísk­um ball­ett frá Royal Aca­demy of Dance í Bretlandi, ásamt djass- og nú­tíma­dansi. Sömu­lei

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Þær Nanna Ósk Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri DanceCente­r, og Bryn­dís Ein­ars­dótt­ir, skóla­stjóri BRYN Ball­ett aka­demí­unn­ar, leiða sam­an styrk­leika sína úr ólík­um átt­um und­ir heit­inu BRYN DanceCente­r. Starf­sem­in hefst 12. janú­ar. Nem­end­ur eru á aldr­in­um þriggja til 20 plús. Kennsl­an mun fara fram á hinum ýmsu stöð­um í Garða­bæ, Kópa­vogi og Reykja­vík og verð­ur boð­ið upp á allt það besta í dans­heim­in­um í dag.

GÓЭUR GRUNN­UR OG FJÖLBREYTT­IR DANSSTÍLAR

„Við Bryn­dís er­um með óbilandi ástríðu fyr­ir dansi og öllu sem við­kem­ur hon­um og þetta er að okk­ar mati spenn­andi nýj­ung í dansflórun­a hér á landi. Hjá okk­ur verð­ur hægt að læra grunn­tækni ásamt fjöl­breytt­um dans­stíl­um,“seg­ir Nanna Ósk. Bryn­dís tel­ur að sam­starf­ið eigi eft­ir að skerpa styrk­leika skól­anna, bæta úr­val­ið og ýta enn frek­ar und­ir metn­að og dans­gleði nem­enda.

„Þeg­ar byrj­að er að inn­leiða grunn­tækn­ina hjá nem­end­um, sést ár­ang­ur­inn um leið. Til þess að verða at­vinnu­dans­ari þarf að vera með sterka und­ir­stöðu í klass­ísk­um ball­ett. Hún eyk­ur jafn­framt hæfni þeirra sem vilja ná langt í öðr­um dan­s­teg­und­um eins og nú­tíma­dansi, djass­dansi, djass­fönki og hipp­hoppi. Ef nem­end­ur vilja öðl­ast góð­an og fjöl­breytt­an grunn og kynn­ast jafn­framt öllu því nýj­asta úr báð­um dans­heim­um er BRYN DanceCente­r stað­ur­inn,“seg­ir Bryn­dís.

„Í gegn­um ár­in hef­ur það sýnt sig að dans­ari sem á auð­velt með að skipta á milli dans­stíla, fær fleiri verk­efni í af­þrey­ing­ar­geir­an­um er­lend­is,” seg­ir Nanna. „Stærstu nöfn­in sem hafa unn­ið virt­ustu dans­þætt­ina í heim­in­um, eins og So you think you can dance?, hafa oft­ar en ekki slík­an bak­grunn. Okk­ar markmið er að bjóða upp á það allra besta fyr­ir nem­end­ur sem vilja ná langt.“

HAFA BREIЭAN BAK­GRUNN

Báð­ar hafa þær Nanna og Bryn­dís breið­an dans­bak­grunn.

Bryn­dís stofn­aði og rak eig­in list­d­ans­skóla, BRYN Ball­et Aca­demy, í Lund­ún­um þeg­ar hún var bú­sett þar í nokk­ur ár. Eft­ir að hún flutti heim stofn­aði hún BRYN Ball­ett aka­demí­una í Reykja­nes­bæ. Þar er áfram kennt eft­ir að­al­nám­skrá mennta­og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins fyr­ir list­d­ans­skóla á grunn- og fram­halds­skóla­stigi.

Bryn­dís byrj­aði að kenna ung að aldri og hef­ur kennt dans víða um heim. Hún er sér­hæfð í klass­ísk­um ball­ett, nú­tíma­dansi og mörg­um öðr­um dans­stíl­um. Hún er skráð­ur kenn­ari hjá Royal Aca­demy of Dance og með­lim­ur In­ternati­onal Dance Teachers As­sociati­on og Fé­lagi ís­lenskra list­d­ans­ara. Fyr­ir ut­an að kenna hef­ur Bryn­dís heil­mikla reynslu af sýn­ing­um, dansi og leik­list. Hún út­skrif­að­ist frá Cali­fornia Institu­te of the Arts með BFA-gráðu og í klass­ísk­um ball­ett­kennslu­fræð­um frá Royal Aca­demy of Dance í Bretlandi. Einnig er hún út­skrif­uð með M.Art.ed.-gráðu frá list­kennslu­deild Lista­há­skóla Ís­lands með áherslu á dans. Hún hef­ur unn­ið við leik­hús, dans­leik­hús, kvikmyndir, aug­lýs­ing­ar, tón­list­ar­mynd­bönd og svo mætti lengi telja. Þá hef­ur hún bæði leik­stýrt og sam­ið fjölda dans­sýn­inga og starf­að sem dans­ari í ótelj­andi dans­sýn­ing­um og verk­efn­um. Hún hef­ur þjálf­að fjöl­marga kenn­ara víðs­veg­ar um heim­inn í ýms­um dans­stíl­um og kennt nem­end­um á öll­um aldri.

Nanna Ósk hef­ur unn­ið mik­ið frum­kvöðl­astarf í dans­kennslu á Íslandi og sett mark sitt á dans­menn­ingu lands­ins. Hún hef­ur til fjölda ára flutt inn virt­ustu dans­höf­und­ana frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa unn­ið fyr­ir skær­ustu stjörn­urn­ar í tón­list­ar­heim­in­um og feng­ið þá til að kenna ís­lensk­um döns­ur­um. Þá hef­ur hún feng­ið til liðs við sig fjöl­marga dóm­ara og dans­höf­unda ásamt vinn­ings­höf­um So you think you can dance? til að kenna við skól­ann og koma fram á sýn­ing­um.

Nanna byrj­aði ung að aldri að kenna og hef­ur land­að fjöl­mörg­um Ís­lands­meist­ara­titl­um, líkt og Bryn­dís. Hún hef­ur ástríðu fyr­ir nýj­ung­um í dansi og hef­ur lært fjöl­breytta dans­stíla. Má þar nefna ball­ett, djass­dans, nú­tíma­dans, hipp­hopp, krump, afró, regga­et­one, stepp, sam­kvæm­is­dans og flamenco.

Nanna setti á lagg­irn­ar og rak dans­deild­ina í World Class í Laug­um við góð­an orðstír á ár­un­um 2004-2007 en stofn­aði síð­an DanceCente­r Reykja­vík. Hún er með M.Sc. í mark­aðs­fræði og al­þjóða­við­skipt­um og býr yf­ir 15 ára reynslu úr at­vinnu­líf­inu. Hún hef­ur með­fram eig­in rekstri unn­ið fyr­ir stærstu fyr­ir­tæki lands­ins við mark­aðs­setn­ingu, verk­efna­stjórn­un, fjöl­miðl­un, al­manna­tengsl og við­burða­stjórn­un.

Fyr­ir ut­an að kenna hef­ur Nanna jafn­framt heil­mikla reynslu af sýn­ing­um og leik­list. Þá hef­ur hún bæði sam­ið fjölda dans­sýn­inga og starf­að sem dans­ari í ótelj­andi dans­sýn­ing­um og verk­efn­um. Nanna hef­ur þjálf­að fjöl­marga kenn­ara og kennt nem­end­um á öll­um aldri.

VORÖNNIN HEFST 12. JANÚ­AR

Vorönn BRYN DanceCente­r hefst mánu­dag­inn 12. janú­ar. Frek­ari upp­lýs­ing­ar er að finna á www.brynd­ancecenter.is. Einnig er hægt að senda tölvu­póst á in­[email protected]­ancecenter.is eða hringja í síma: 777 3658 eða 772 1702.

MYND/ANDRI MARINO

SPENN­ANDI SAM­STARF BRYN DanceCente­r er fyr­ir nem­end­ur sem vilja fá góð­an grunn og kynn­ast jafn­framt öllu því nýj­asta í dans­heim­in­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.