HOLL MÁL­TÍÐ Í GLASI

MATARMIKIL­L DJÚS Jón Arn­ar Guð­brands­son mat­reiðslu­mað­ur gef­ur upp­skrift­ir að þrem­ur ljúf­feng­um söf­um sem eru til­vald­ir á fyrstu dög­um árs­ins þeg­ar fólk hug­ar að heilsu­sam­leg­um lífs­stíl.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Jón Arn­ar á lang­an fer­il að baki sem mat­reiðslu­mað­ur. „Ég út­skrif­að­ist sem slík­ur ár­ið 1993 og vann í kjöl­far­ið sem kokk­ur á skemmti­ferða­skipi á Mið­jarð­ar­hafi. Gerðist síð­an yfir­kokk­ur á fimm stjörnu hót­eli á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna áð­ur en ég flutti heim og stofn­aði Kokk­ana ásamt vini mín­um,“seg­ir Jón Arn­ar, en Kokk­arn­ir voru áber­andi á sín­um tíma enda með sjón­varps­þætti á RÚV sem hétu Heima er best og gáfu út upp­skrifta­bók með Hag­kaup.

Jón Arn­ar tók sér frí frá mat­reiðslu í nokk­ur ár til að stunda versl­un­ar­rekst­ur með eig­in­konu sinni en kokk­a­starf­ið tog­aði hann til sín á ný. Á vor­dög­um 2013 opn­aði hann veit­inga­stað­inn Lemon með vini sín­um Jóni Gunn­ari Geir­dal.

„Hug­mynd­in hjá okk­ur var að vera með holl­ari skyndi­bita en samt í veit­inga­húsaum­hverfi,“seg­ir Jón Arn­ar en þeir fé­lag­ar skoð­uðu margt sem var í boði í þess­um geira bæði í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu. „Ég varð strax hrif­inn af þess­ari djús­hug­mynd, sér í lagi að geta bú­ið til ferska og góða mál­tíð beint fyr­ir fram­an kúnn­ann á inn­an við hálfri mín­útu,“upp­lýs­ir Jón Arn­ar. Í hverj­um djús eru að­eins fá hrá­efni sem er út­hugs­að. „Þannig lát­um við fersk­leik­ann njóta sín,“út­skýr­ir hann. Í flesta djús­ana eru not­uð bleik epli sem grunn­ur. „Þau eru með mjög jafnt sýru­stig og þannig fá hin hrá­efn­in í drykkn­um að stýra bragð­inu.“Jón Arn­ar seg­ir að stór djús geti vel kom­ið í stað­inn fyr­ir mál­tíð í há­deg­inu ef fólk er í að­haldi. Þeir sem æfi mik­ið geti bætt við ein­hverju meira.

Jón Arn­ar og fjöl­skylda hans eru með djús á sín­um mat­seðli á heim­il­inu. „Við reyn­um alltaf að djúsa um helg­ar og á morgn­ana ef það er hægt. Við er­um með þrjá gaura sem eru í mik­illi hreyf­ingu og því mjög gott að djúsa þeg­ar þeir koma heim eða senda þá með djús í nesti. Þetta tek­ur samt sinn tíma,“lýs­ir Jón Arn­ar. Ef fólk býr til djús heima­við mæl­ir Jón Arn­ar með því að vanda val­ið á djús­vél­inni. „Það er mik­il­vægt að velja vél­ar sem nýta mjög vel ávext­ina og sem auð­velt er að þrífa.“

Þeir Jón Gunn­ar hafa ný­lega gef­ið út bók­ina Djús­bók Lemon þar sem er að finna marg­ar upp­skrift­ir að djús og skyr­þeyt­ingi. Hann gef­ur hér þrjár þeirra. „Ég valdi tvo mat­ar­mikla djúsa sem heita Good ti­mes og Bad ti­mes en í þeim er avóka­dó sem er mjög feit­ur ávöxt­ur en ger­ir okk­ur mjög gott. Sá þriðji heit­ir Ramble on, þar nota ég C-víta­mín­ríka ávexti sem er gott á þess­um dimmu vetr­ar­mán­uð­um.“

MYND/GVA

DJÚSARI Jóni Arn­ari og fjöl­skyldu hans finnst gott að djúsa um helg­ar og helst alla virka daga líka.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.