KULD­INN SLAEM­UR FYR­IR HÚЭINA

Vetr­arkuld­inn og um­hleyp­inga­samt veð­ur gera húð­inni ekk­ert gott. Það er því nauð­syn­legt að hugsa vel um hana og koma í veg fyr­ir ex­em og þurrk.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Húð­in verð­ur þurr og líf­laus ef ekki er hugs­að um hana. Á sumr­in not­um við sólvarn­ar­krem en á vet­urna þurf­um við auk­inn raka. Marg­ir fá þurrku­bletti í kuld­an­um en með því að bera á sig rakakrem er haegt að koma í veg fyr­ir þá. Sé húð­in mjög þurr þarf að nota feit krem áð­ur en geng­ið er til náða til að koma í veg fyr­ir húð­vanda­mál. Gott rakakrem með olíu er kjör­ið til að verja húð­ina gegn kuld­an­um. Þá þarf að hafa í huga að of mörg sturtu­böð og sápa eru ekki ákjós­an­leg fyr­ir húð­ina né held­ur mjög heitt vatn. Þá þarf varla að taka fram að reyk­ing­ar fara illa með húð­ina.

Til að við­halda góðri húð skipt­ir mat­ara­eði líka miklu máli. Ekki gleyma að borða ávexti og gra­en­meti á vet­urna. Feit­ur fisk­ur er sömu­leið­is mjög mik­ilvaeg­ur. Þá er gott að taka inn ómega-3 fitu­sýr­ur og D-víta­mín.

Nátt­úru­leg öldrun húð­ar­inn­ar hefst á þrí­tugs­aldri. Lík­am­inn fram­leið­ir minna kolla­gen og þyk­ir sval­ur tísku­fröm­uð­ur og vera á und­an sinni sam­tíð. Föt­in hans eru til að mynda kópíer­uð í stór­um stíl. ela­stín með aldr­in­um sem dreg­ur úr raka­haefni húð­ar­inn­ar. Krydd eins og fenn­el, neg­ull, pip­ar og kanill inni­halda andoxun­ar­efni sem eru góð fyr­ir húð­ina, sömu­leið­is blá­ber og önn­ur ber. Þeir sem eru með húð­vanda­mál aettu að setja ber, ávexti og hnet­ur út í hreina jóg­úrt eða ab-mjólk á morgn­ana. Reyn­ið að forð­ast sykr­aða jóg­úrt.

HÚЭIN Huga þarf að húð­inni í vetrarkuld­anum.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.