HÚN HANNAR FÖT­IN Í DOWNTON ABBEY

Sýn­ing­um á Downton Abbey er lok­ið í bili og marg­ir sem bíða spennt­ir eft­ir fram­hald­inu, enda þa­ett­irn­ir vinsa­el­ir um all­an heim. Þeir þykja ein­stak­lega vel heppn­að­ir, ekki síst föt­in sem eru mik­ið augna­kon­fekt.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Sú sem á heið­ur­inn af fal­legu kjól­un­um og öðr­um fatn­aði þátt­anna er bún­inga­hönn­uð­ur­inn Carol­ine McCall. Hún hef­ur hlot­ið mörg verð­laun fyr­ir fatn­að í Downton Abbey, með­al ann­ars Em­my og Bafta. Downton Abbey var fyrsta stóra verk­efni henn­ar en áð­ur hafði hún unn­ið sem að­stoð­ar­mað­ur bún­inga­hönnuð­ar við sjón­varps- og bíó­mynd­ir. Carol­ine seg­ir að það hafi ver­ið mik­ill heið­ur fyr­ir sig að fá þetta verk­efni og staersta ein­staka verk­efn­ið sem hún hafi tek­ið sér fyr­ir hend­ur var að hanna brúð­ar­kjól á La­dy Mary.

Carol­ine seg­ist hafa leg­ið yf­ir göml­um tíma­rit­um, bók­um, ljós­mynd­um og sögu þessa tíma til að skoða tísk­una, með­al ann­ars komst hún yf­ir göm­ul Vou­ge­tíma­rit. Auk þess skoð­aði hún hvað tísku­hönn­uð­ir voru að fást við. „Fjórða þáttar­öð­in var eig­in­lega erf­ið­ust því þá er fata­tísk­an að breyt­ast mik­ið og sjálfsta­eði kvenna að aukast,“seg­ir hún. „Yfir­stétt­in var enn íhalds­söm í fata­vali en pils og kjól­ar voru að stytt­ast og breyt­ast. Það var virki­lega áhuga­vert að skoða tísk­una frá 1922 og spenn­andi að end­ur­vekja hana. „Ég var fasta­gest­ur á bóka­söfn­um í London og það var virki­lega skemmti­legt að setja sig inn í þann tíð­ar­anda sem var á fyrstu ára­tug­um síð­ustu ald­ar og tengja síð­an við per­són­urn­ar í þátt­un­um. Með­al þeirra sem ég leit til var tísku­hönn­uð­ur­inn Ma­deleine Vi­onn­et sem með­al ann­ars hann­aði föt fyr­ir bresku kon­ungs­fjöl­skyld­una. Ég þurfti að velta hverri per­sónu í þátt­un­um mik­ið fyr­ir mér til að fá til­finn­ingu fyr­ir hvaða kla­eðn­að­ur hent­aði henni best. Þeg­ar Edith fór til London og öðl­að­ist meira sjálfsta­eði breytt­ist til daem­is fata­stíll henn­ar um leið. Sömu­leið­is þurfti ég mik­ið að velta fyr­ir mér bíl­stjór­an­um Br­an­son sem síð­ar varð einn af fjöl­skyld­unni,“seg­ir verð­launa­hönn­uð­ur­inn.

MYND/GETTY

VERЭLAUN Carol­ine McCall tek­ur hér við verð­laun­um á Costume Designers Guild Aw­ards í Los Ang­eles en hún hef­ur hlot­ið fjölda verð­launa fyr­ir bún­inga­hönn­un í Downton Abbey.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.