SAUMAR ÚT Á MILLI TÓN­LEIKA

VIÐBURÐUR Andrea Gylfa­dótt­ir söng­kona hef­ur haft í nógu að snú­ast að und­an­förnu fyr­ir stór­tón­leika Tod­mobile um næstu helgi. Mest all­ur tími henn­ar und­an­far­ið hef­ur far­ið í æf­ing­ar. Þess á milli sit­ur hún og saumar út.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Andrea seg­ir að mik­ill und­ir­bún­ing­ur fel­ist í stór­um tón­leik­um sem þess­um. Tón­leik­arn­ir verða í Eld­borg í Hörpu á föstu­dag og í Hofi á Akur­eyri á laug­ar­dag. Með Tod­mobile verð­ur Steve Hackett úr hljóm­sveit­inni Genes­is en einnig Sin­fón­íu­hljóm­sveit Norð­ur­lands og kór. „Það er alltaf nokk­ur að­drag­andi að svona stór­um tón­leik­um. Þor­vald­ur Bjarni Þor­valds­son hafði sam­band við Steve Hackett og fékk hann til liðs við okk­ur en hann hef­ur ver­ið á tón­leika­ferða­lagi með eig­in hljóm­sveit. Við nýtt­um okk­ur að hann væri á ferð­inni,“seg­ir Andrea og bæt­ir við að það séu ákveðn­ar teng­ing­ar á milli tón­list­ar Tod­mobile og Genes­is sem falla vel sam­an. „Þetta verða mjög spenn­andi og skemmti­leg­ir tón­leik­ar, okk­ar tónlist í bland við gull­ald­ar­tónlist Genes­is frá átt­unda ára­tugn­um,“seg­ir hún enn frem­ur. Þess má geta að síð­asti söngv­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar Genes­is var stór­stjarn­an Phil Coll­ins. Steve Hackett hef­ur hald­ið merki Genes­is á lofti með Genes­is Revisited sem hef­ur not­ið mik­illa vin­sælda síð­ustu ár.

GOTT SAMSTARF

Fé­lag­arn­ir í Tod­mobile hafa spil­að mik­ið sam­an að und­an­förnu. Í nóv­em­ber 2013 voru þeir með vel heppn­aða tón­leika með Jon And­er­son úr hljóm­sveit­inni Yes í Hörpu og má segja að tón­leik­arn­ir nú séu fram­hald þeirr­ar uppá­komu. Í fyrra hélt Tod­mobile upp á 25 ára af­mæli sitt og gaf út plötu af því til­efni. „Eft­ir stór­tón­leik­ana um næstu helgi verð­um við með nokkra minni tón­leika og eitt­hvað á böll­um og árs­há­tíð­um í fram­hald­inu,“út­skýr­ir Andrea.

Þeg­ar Andrea er spurð hvort fé­lag­ar henn­ar í hljóm­sveit­inni hafi breyst mik­ið á þess­um 25 ár­um seg­ir hún það vera. „Fólk þrosk­ast auð­vit­að en við höf­um alltaf náð vel sam­an. Þetta hef­ur ver­ið mjög gott samstarf. Við tók­um okk­ur hvíld í nokk­ur ár en kom­um aft­ur til leiks af full­um krafti fyr­ir nokkr­um ár­um.“

Andrea hef­ur auk þess að syngja með Tod­mobile starf­að með Borg­ar­dætr­um frá ár­inu 1993. Þær voru með sína ár­legu og sí­vin­sælu jóla­tón­leika fyr­ir jól­in en þeir hafa ver­ið haldn­ir frá ár­inu 2000. Þá kom út vin­sæl jóla­plata sem er mik­ið leik­in fyr­ir hver jól. Með Andr­eu í Borg­ar­dætr­um eru El­len Kristjáns­dótt­ir og Berg­lind Björk Jón­as­dótt­ir. „Við höf­um ákveð­ið að vera með stóra tón­leika á sum­ar­dag­inn fyrsta í Hörpu sem verð­ur mjög spenn­andi.“

RADDBÖNDIN ÞANIN

Andrea seg­ist hafa nóg að gera í dag og á morg­un heima við. „Það er svo margt sem þarf að huga að, ætli ég þenji ekki raddböndin eitt­hvað,“seg­ir hún. Þeg­ar hún er spurð hvort ekki þurfi að huga að klæðn­aði fyr­ir svona stóra tón­leika, svar­ar hún því ját­andi. „Það er hluti af þessu öllu. Ég læt sérsauma á mig og hef mann­eskju til að hjálpa mér við hönn­un­ina,“seg­ir Andrea en vill ekk­ert frek­ar segja frá hvernig sá klæðn­að­ur verð­ur. Andrea vek­ur jafn­an at­hygli fyr­ir óvenju­leg­an stíl, bæði í fata­vali og hár­greiðslu. „Ég pæli dá­lít­ið í tísku og hönn­un en er ekki öfga­mann­eskja á því sviði.“

Andrea hef­ur sömu­leið­is mik­inn áhuga á mat­ar­gerð og finnst skemmti­legt að elda. Hún við­ur­kenn­ir að hún sé ágæt­is kokk­ur. Það sem færri vita senni­lega er að hún er mik­il hannyrða­kona. Saumar út alls kyns púða, vegg­mynd­ir og á stóla. Hún seg­ist líka taka í prjóna. „Það er ekk­ert leynd­ar­mál að mér finnst mjög skemmti­legt að sauma út,“seg­ir hún.

Andrea á einn son og sjö ára barna­barn sem var hjá henni um jól­in. „Það er virki­lega gam­an að vera amma,“seg­ir hún. Mað­ur Andr­eu er Ein­ar Rún­ars­son, hljóm­borðs­leik­ari í Snigla­band­inu. Þau eru heimakær en finnst sömu­leið­is gam­an að vera inn­an um fólk. „Við för­um líka oft í sum­ar­bú­stað­inn okk­ar. Vinn­an kem­ur í törn­um en þess á milli finnst okk­ur gott að fara í sveit­ina og slappa af,“seg­ir hún.

„Núna hlakka ég mik­ið til næstu helg­ar. Þetta verð­ur virki­lega skemmti­legt,“seg­ir Andrea en með henni í Tod­mobile eru Ey­þór Ingi Gunn­laugs­son, Þor­vald­ur Bjarni Þor­valds­son, Eið­ur Arn­ars­son, Kjart­an Valdemars­son, Alma Rut og Ólaf­ur Hólm.

MYND/VILHELM

STÓRTÓNLEI­KAR Hackett úr Genes­is. Það verð­ur mik­ið lagt í stór­tón­leika Tod­mobile og Steve

MYND/VILHELM

GOTT ÁHUGAMÁL Vinn­an kem­ur í törn­um, seg­ir Andrea en þess á milli nýt­ur hún þess að slappa af yf­ir hannyrð­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.