HÖNNUNARMA­RS Í SJÖUNDA SINN

HÖNNUNARMA­RS Sara Jóns­dótt­ir er verk­efna­stjóri HönnunarMa­rs í ár. Und­ir­bún­ing­ur er í full­um gangi og munu spenn­andi nöfn maeta baeði á fyr­ir­lestra­dag há­tíð­ar­inn­ar DesignTalk­s og á kaup­stefn­una DesignMatc­h.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEIMILI -

HönnunarMa­rs hef­ur far­ið staekk­andi með hverju ár­inu en hann verð­ur nú hald­inn í sjöunda sinn. Skrán­ing fyr­ir hönn­uði til að taka þátt lýk­ur 25. janú­ar og fólk er að taka við sér af krafti eft­ir ára­mót­in,“seg­ir Sara Jóns­dótt­ir, verk­efna­stjóri HönnunarMa­rs en há­tíð­in fer fram dag­ana 12. til 15. mars.

„Dag­skrá­in er í mót­un en þetta lít­ur mjög vel út,“baet­ir hún við en með­al ann­ars er bú­ið að bóka spenn­andi nöfn á Design Talks, fyr­ir­lestr­ar­dag­inn. Þar má nefna Jessicu Walsh sem Sara seg­ir skín­andi stjörnu í hönn­un­ar­heim­in­um.

„Við er­um mjög spennt að fá hana til lands­ins en Jessica Walsh er ákveð­ið sputnik á sínu sviði og var með­al ann­ars gerð að með­eig­anda hjá Sag­meister fljót­lega eft­ir að hún hóf þar störf, þá að­eins 25 ára göm­ul. Hlín Helga Guð­laugs­dótt­ir, listraenn stjórn­andi DesignTalk­s setti dag­inn sam­an út frá þem­anu Play Away og vel­ur inn áhuga­verð nöfn sem vinna með leik í víðri merk­ingu og eft­ir óhefð­bundn­um leið­um. Þarna verð­ur fólk sem vinn­ur út fyr­ir box­ið og ögr­ar norm­inu,“seg­ir Sara en með­al annarra fyr­ir­les­ar­ar eru Ant­hony Dunne ann­ar höf­unda Speculati­ve Design að­ferða­fra­eð­inn­ar og Walter Van Beirendonc­k, tísku­fröm­uð­ur frá Belg­íu, en hann er einn úr „avant garde“hönn­un­ar­grúpp­unni Antwerp Six.

TAEKIFA­ERI TIL VIÐSKIPTAS­AMBANDA

Kaup­stefn­an DesignMatc­h er hluti af HönnunarMa­rs en þar geta ís­lensk­ir hönn­uð­ir kom­ið verk­um sín­um á fram­fa­eri við er­lend fyr­ir­ta­eki. Und­an­far­in ár hafa nokk­ur ís­lensk verk kom­ist inn í fram­leiðslu­lín­ur fyrirtaekj­a eins og Normann Copen­hagen.

„Það nýj­asta er samstarf vöru­hönnuð­ar­ins Haf­steins Júlí­us­son­ar og hönn­un­ar­fyr­ir­ta­ek­is­ins HEM,“seg­ir Sara.

„Í ár maeta norra­en­ir kaup­end­ur á DesignMatc­h en einnig höf­um við stað­fest komu þýsku hönn­un­ar­versl­un­ar­inn­ar Monoqi, Pop-Corn sem er frönsk hönn­un­ar­vef­versl­un með inn­an­stokks­muni, og Pa­per Col­lecti­ve frá Dan­mörku sem sel­ur graf­ísk vegg­spjöld í tak­mörk­uðu upp­lagi. Dag­skránni er ekki laest og fleiri fyr­ir­ta­eki eru vaent­an­leg.“

Sara stýr­ir HönnunarMa­rs nú í fyrsta sinn og leggst verk­efn­ið vel í hana.

„Þetta er hress­andi. Verk­efn­ið er stórt en HönnunarMa­rs er með staerstu há­tíð­un­um sem haldn­ar eru í Reykja­vík. Við fá­um fjölda gesta baeði ís­lenskra og er­lendra á há­tíð­ina og einnig er­lenda fjöl­miðla. Það er gam­an að taka þátt í að styðja við grósku í grein­un­um. Ís­lensk­ir hönn­uð­ir búa yf­ir ákveð­inni sér­stöðu vegna grasrót­ar­stemn­ing­ar­inn­ar, sem vert er að halda í. Hér er unn­ið fag­legt starf en sag­an ekki ýkja löng og því lít­ið um heft­andi hefð­ir og hönn­uð­um frjálst að leika sér og hugsa út fyr­ir box­ið.“

MYND/STEFÁN

HRESS­ANDI VERK­EFNI Sara Jóns­dótt­ir stýr­ir HönnunarMa­rs í ár en há­tíð­in er ein sú staersta sem hald­in er í Reykja­vík með þátt­töku fjölda hönnuða og heim­sókn­um er­lendra gesta og fjöl­miðla. Verk­efn­ið leggst vel í hana.

RÍSANDI STJARNA Jessica Walsh mun tala á DesignTalk­s á HönnunarMa­rs.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.