STÓLL VERЭUR DÚKKUHÚS

Fréttablaðið - FÓLK - - HEIMILI -

HÖNN­UN Koichi Suzuno og Alicja Strzyzynsk­a frá japönsku arkí­tekta­stof­unni Torafu hafa hann­að barna­stól sem með einu hand­taki breyt­ist í dúkkuhús. Þeg­ar stóll­inn er tek­inn í sund­ur birt­ist undra­heim­ur ungra stúlkna og drengja. Hallandi arm­ar stóls­ins verða að þaki og sa­et­ið breyt­ist í her­bergi og hill­ur þar sem haegt er að raða upp dúkk­um og litl­um hús­gögn­um. Að leik lokn­um er haegt að loka stóln­um og geyma allt dót­ið inn í hon­um þar til leik­gleð­in tek­ur yf­ir­hönd­ina á ný.

Dúkku­hús­ið er framleitt af hús­gagna­fram­leið­and­an­um Ichiro.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.