GAM­ALL SKÍÐABÚNAЭUR VARASAMUR

ÖRYGGI Í BREKKUM Tals­vert hef­ur bor­ið á því að gam­all skíðabúnað­ur, allt að 30 ára, sé aug­lýst­ur til sölu á net­inu. Slík­ur bún­að­ur get­ur ver­ið varasamur þar sem plast í skóm, bind­ing­um og hjálm­um verð­ur stökkt með tím­an­um.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

Það hef­ur ver­ið tölu­vert um það núna síð­ustu vik­urn­ar að fólk sé að aug­lýsa til sölu mjög gaml­an skíða­bún­að,“seg­ir Snjó­laug Ma­ría Jóns­dótt­ir sem stjórn­ar Face­book-síð­unni; Not­að­ur skíða­mark­að­ur – Skíðabúnað­ur óskast! Skíðabúnað­ur til sölu!

Hún hef­ur gert at­huga­semd­ir við þessa pósta á síð­unni sinni þar sem hún var­ar við kaup­um á slík­um bún­aði og upp hef­ur spunn­ist líf­leg umra­eða um gaeði og ald­ur skíða­bún­að­ar og sitt sýn­ist hverj­um.

„Bún­að­ur sem var fínn fyr­ir þrjá­tíu ár­um er það ekki í dag enda eru skíði orð­in mun þró­aðri en þau voru,“seg­ir Snjó­laug en mik­ilvaeg­asta þátt­inn seg­ir hún þó vera þá stað­reynd að gam­all skíðabúnað­ur sé bein­lín­is haettu­leg­ur. „Pl­ast­ið í bind­ing­un­um, kloss­un­um og hjálm­un­um hef­ur ekki enda­laus­an líf­tíma. Pl­ast­ið verð­ur stökkt eft­ir því sem það verð­ur eldra og oft þarf ekki mik­ið átak til þess að það brotni og engin leið er að vita hvena­er það ger­ist,“upp­lýs­ir hún. Skór geti brotn­að við það eitt að fara í þá en verra sé þeg­ar það ger­ist í miðri bunu. „Þá er fólk ekki að­eins að setja sjálft sig í haettu held­ur einnig aðra í brekk­unni sem það get­ur lent á ef eitt­hvað ger­ist.“

Hún seg­ir erfitt að segja til um hvort og þá hvena­er pl­ast­ið laet­ur und­an. „Ég hef heyrt af skóm sem eru yngri en tíu ára sem eru að brotna en einnig af 25 ára skóm sem enn eru í notk­un,“seg­ir hún og bend­ir á að þótt bún­að­ur líti vel út hafi það lít­ið að segja.

ÖRUGGUR Í 5 TIL 7 ÁR

Snjó­laug hef­ur stund­að skíða­mennsku í yf­ir þrjá­tíu ár. „Pabbi var með skíða­versl­un­ina Sport­vík hér á Blönduósi sem ég er bú­in að taka við núna,“seg­ir hún en í versl­un­inni sel­ur hún skíða­föt, hjálma, fylgi­hluti og ör­ygg­is­bún­að sem tengist skíða­mennsk­unni.

En hvena­er er skíðabúnað­ur orð­inn of gam­all? „Ef þú vilt vera al­veg öruggur myndi ég miða við fimm til sjö ár. Að þeim tíma lokn­um þarf að huga að því að skipta eða alla­vega láta skoða bún­að­inn. Hjálm­ar hafa síð­an end­ing­ar­tíma upp á fjög­ur til fimm ár,“svar­ar Snjó­laug og tel­ur að líkja megi skíða­skóm, hjálm­um og bind­ing­um við barna­bíl­stóla. Pl­ast­ið í þessu öllu fyrn­ist og verði óör­uggt.

Mörg­um þyk­ir fimm til sjö ár held­ur skamm­ur end­ing­ar­tími á dýr­um bún­aði og Snjó­laug seg­ist vel skilja að fólk freist­ist til að nota bún­að­inn leng­ur. „En við tíu ára ald­ur aetti fólk virki­lega að fara að huga að ástandi bún­að­ar­ins. Það er alltaf erfitt að segja til um hvena­er bún­að­ur er orð­inn haettu­leg­ur því hann get­ur brotn­að fyr­ir­vara­laust,“seg­ir Snjó­laug sem held­ur vill byrgja brunn­inn áð­ur en barnið dett­ur í hann. Hún bend­ir fólki sem er í vafa um ástand skíða­bún­að­ar á að leita ráða hjá sér­fra­eð­ing­um í skíða­vöru­versl­un­um og láta meta bún­að­inn.

UMHIRÐA SKIPT­IR MÁLI

Snjó­laug seg­ir ým­is­legt hafa áhrif á end­ing­ar­tíma skíða­bún­að­ar og mögu­legt sé að lengja líf­tíma hans með góðri um­hirðu. Hún tel­ur hér upp nokkra góða punkta:

- Alltaf þeg­ar kom­ið er heim af skíð­um aetti að þurrka mestu bleyt­una af skíð­un­um því ef vatn fer inn í bind­ing­arn­ar er haetta á að þa­er ryðgi og virki ekki eins og þa­er eiga að gera.

- Aldrei skal geyma skíði úti því það fer ekki vel með þau.

- Mik­ilvaegt er að þurrka kloss­ana vel og taka sokk­ana reglu­lega upp úr skón­um til að þurrka þá enda get­ur ann­ars mynd­ast mygla í þeim of­an í skel­inni.

- Alltaf skal geyma skíða­bún­að á dimm­um stað því sól­ar­ljós­ið hef­ur slaem áhrif á pl­ast­ið.

- Ég maeli með því að fólk geymi kass­ana ut­an af hjálm­un­um sín­um. Þeg­ar skíða­tíma­bil­inu lýk­ur er gott að pakka hjálm­in­um aft­ur of­an í kass­ann og geyma. Sama á við um kloss­ana. Eft­ir tíma­bil­ið skal þurrka þá vel og ganga frá þeim of­an í kassa.

EINAR BJARNASON Rekstr­ar­stjóri skíða­svaeða höf­uð­borg­ar­svaeðis­ins. GAMAN Í FJALLINU Það er skemmti­legt að skíða en þó er nauð­syn­legt að fara var­lega og huga að því að all­ur bún­að­ur sé í lagi.

SNJÓ­LAUG MA­RÍA JÓNS­DÓTT­IR

BROTNIR Þó nokkr­ir hafa orð­ið fyr­ir því að skíða­skór og bind­ing­ar hafa brotn­að við lít­ið átak.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.