ÚTSÖLUR BAETA GEÐ

Janú­ar er mörg­um þung­ur. Myrkr­ið, kuld­inn og til­breyt­ing­ar­leys­ið eft­ir jóla­og ára­mótapar­tí­in. Flest­ir kann­ast við að slá vekj­ara­klukk­una fyrstu dag­ana í janú­ar og hugsa: „Af hverju er hún að hringja um miðja nótt?“

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Tísku­spek­úl­ant­ar hafa un­un af því að spá í tísk­una á rauða dregl­in­um. Á Gold­en Globe­verð­launa­há­tíð­inni sem hald­in var í vik­unni vakti at­hygli spek­úl­ant­anna að marg­ir kjól­anna drógu dám af brúð­ar­kjól­um. Hér má sjá tvo þeirra. Ann­ars veg­ar er af­ar klass­ísk­ur og fal­leg­ur kjóll Sölmu Hayek frá Al­ex­and­er McQu­een og hins veg­ar fleg­inn kjóll með út­saum­uðu blómaflúri frá Miu Miu sem Sienna Miller bar með glaesi­brag. Há­tíð­in er bú­in, ekki fleiri nátt­fata­dag­ar í boði að horfa á The Holi­day í sjón­varp­inu. Vinn­an kall­ar. En hvernig á mað­ur að kom­ast aft­ur til raun­veru­leik­ans? Það þyk­ir sann­að að óreglu­leg­ur svefn yf­ir há­tíð­irn­ar, óvenju­legt mat­ara­eði og ýms­ar freist­ing­ar geta kom­ið af stað ýms­um kvill­um. Má þar nefna melt­ing­ar­trufl­an­ir, lyst­ar­leysi, ein­beit­ingarörð­ug­leika, orku­leysi og þreytu.

Best er samt að fara ró­lega af stað eft­ir ára­mót­in, ekki taka raekt­ina með trompi. Reyn­ið að koma naet­ur­svefn­in­um á rétt ról með því að fara snemma í hátt­inn. Drekk­ið gra­en­an djús á fastandi maga í morg­uns­ár­ið, hann gef­ur orku. Gra­ent te er kannski ákjós­an­legra í mag­ann frem­ur en kaffi. Sér­fra­eð­ing­ar segja að per­sónu­leg markmið í janú­ar þurfi ekki að vera of metn­að­ar­full. Hins veg­ar sé gott að koma jákvaeð­ur til vinnu og reyna að vera skap­andi. Það sé lyk­ill­inn að því að kom­ast í rútín­una aft­ur.

Að vera vel til hafð­ur í vinn­unni í janú­ar er lyk­ill­inn til að öðl­ast aft­ur sjálfs­traust og bar­áttu­vilja. Þess vegna er um að gera að nýta sér útsölur og kaupa eitt­hvað fal­legt á af­slátt­ar­verði. Nú er haegt að gera góð kaup og um að gera að nýta sér það.

KLASS­ÍSK­UR Selma Hayek minnti á brúði í kjól frá Al­ex­and­er McQu­een.

FLEG­INN Sienna Miller var í út­saum­uð­um kjól frá Miu Miu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.