RENNIBEKKU­RINN AÐALVERKFA­ERIÐ

NYTJALIST Þuríð­ur Ósk Smára­dótt­ir ákvað að verða kera­mik­hönn­uð­ur þeg­ar hún var lít­il stelpa. Hún laerði fag­ið í Banda­ríkj­un­um og er nú einn hönnuða Ka­ol­in gallerýs á Skóla­vörðu­stíg. Hún sa­ek­ir innblástur í leir­inn sjálf­an.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Fág­uð og vönd­uð nytjalist,“seg­ir Þuríð­ur Ósk Smára­dótt­ir þeg­ar hún er beð­in um að lýsa eig­in stíl en hún er kera­mik­hönn­uð­ur og einn með­lima Ka­ol­in gallerýs á Skóla­vörðu­stíg.

Hún seg­ist snemma hafa ákveð­ið hvað hún aetl­aði að verða.

„Ég var, al­veg frá því ég var lít­il stelpa, ákveð­in í að verða kera­miker og því lá leið­in eft­ir stúd­ents­próf í Kvennó til Banda­ríkj­anna, þar sem ég laerði kera­mik í Gonzaga-há­skóla,“seg­ir Þuríð­ur.

„Þeg­ar ég út­skrif­að­ist flutti ég til Port­land í Oregon þar sem ég fékk vinnu hjá kera­mik­fyr­ir­ta­ek­inu Georgies Ceramics Co. Það var mik­il og góð reynsla þar sem ég laerði margt um fram­leiðslu á leir og gler­ung­um. Sam­hliða því var ég einnig með vinnu­stofu og vann sem kera­miker.“

Þuríð­ur flutti aft­ur heim til Ís­lands ár­ið 2006 og tók þá fjög­urra ára hlé frá kera­mik­inu. Hún hófst þó aft­ur handa og tók þátt í Ráð­hús­mark­aði Hand­verks og hönn­un­ar 2013 og hef­ur ver­ið hluti af Ka­ol­in gallerý í ár.

„Síð­ustu ár hef ég ein­göngu unn­ið nytjalist,“seg­ir hún. „Uppá­halds­verk­fa­er­ið mitt er rennibekku­rinn og ég renni allt sem ég geri. Hver ein­asti hlut­ur er hand­rennd­ur og því eng­ir tveir eins. Þannig hef­ur hver hlut­ur sinn per­sónu­leika. Það að sam­eina fal­lega skreytt form sem líka hafa nota­gildi er það sem gleð­ur mig mest í vinnu­stof­unni.“Hvert sa­ek­irðu innblástur? „Inn­blástur­inn kem­ur alls stað­ar að og oft veit ég ekki hvað­an hann kem­ur fyrr en löngu seinna þeg­ar ein­hver bend­ir mér á það. En það sem vekur áhuga minn eru gjarn­an gaml­ir hlut­ir, nátt­úr­an, tónlist, aðr­ir lista­menn, til­finn­ing­ar og svo leir­inn sjálf­ur og hans tak­mark­an­ir og mögu­leik­ar. Ég á mér marga upp­á­halds­hönn­uði, frá­ba­era lista­menn og hand­verks­fólk sem ég dá­ist að,“seg­ir Þuríð­ur.

Nán­ar má for­vitn­ast um hönn­un henn­ar á vef­síð­unni www.thuriduros­k.is. Mun­ina sel­ur hún með­al ann­ars í Ka­ol­in gallerý og á Kjar­vals­stöð­um.

KERA­MIK Þuríð­ur Ósk ákvað snemma að verða kera­mik­hönn­uð­ur. Hún er einn með­lima Ka­ol­in gallerýs og held­ur úti vef­síð­unni www.thuriduros­k.is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.