SAMBANDIÐ KOM­IÐ Á NAESTA STIG

SAMNORRAEN HÖNN­UN Ís­lensk­ir og finnsk­ir hönn­uð­ir vinna sam­an að til­rauna­verk­efni á hönn­un­ar­vik­unni í Stokk­hólmi sem kall­ast We li­ve here.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEIMILI -

Ámeð­an hönn­un­ar­vik­an í Stokk­hólmi stend­ur yfir í byrj­un fe­brú­ar munu finnsk­ir og ís­lensk­ir hönn­uð­ir búa sam­an í íbúð í mið­bae borg­ar­inn­ar sem verð­ur inn­rétt­uð með hönn­un beggja landa. Verk­efn­ið er sam­starfs­verk­efni með Design For­um Fin­land og kall­ast We li­ve here. Mark­mið­ið með verk­efn­inu er að kanna nýj­ar leið­ir til þess að kynna norra­ena hönn­un á al­þjóð­leg­um vett­vangi. „Finn­um og Ís­lend­ing­um kem­ur yf­ir­leitt vel sam­an og mín reynsla er að sú að þeir krunki sig oft sam­an á norra­en­um ráð­stefn­um. Það er ein­hver teng­ing á milli þess­ara þjóða, baeði í menn­ingu og í hönn­un­ar­sen­unni,“seg­ir Sari Pelt­on­en, verk­efna­stjóri hjá Hönn­un­ar­mið­stöð Ís­lands og We li­ve here-verk­efn­is­ins.

„Und­an­far­in þrjú ár hafa þess­ar tvaer þjóð­ir ver­ið að deita ef haegt er að kalla það svo. Við vor­um með á sýn­ingu á ís­lenskri hönn­un í Finn­landi og svo komu finnsk­ir hönn­uð­ir hing­að á Hönn­un­ar­Mars. Einnig hafa hönn­uð­ir ver­ið að fara til skipt­is á sýn­ing­ar í lönd­un­um tveim­ur. Nú fannst okk­ur vera kom­inn tími til að taka sambandið yfir á naesta stig og fara að búa sam­an,“seg­ir Sari í létt­um tón en leigð var íbúð sem verð­ur heim­ili hönnuð­anna á með­an á hönn­un­ar­vik­unni stend­ur. Heim­il­ið, sem er í senn sýn­ing­ar- og við­burð­ar­rými, kem­ur til með að end­ur­spegla norra­ena lifn­að­ar­haetti, en allt inn­bú sam­an­stend­ur af framúrsk­ar­andi hönn­un­ar­mun­um frá báð­um þjóð­um, þekkt­um sem nýjum. Sýn­ing­in verð­ur op­in fyr­ir baeði fjöl­miðla og al­menn­ing og gest­um og gang­andi því vel­kom­ið að banka upp á.

„Í raun verð­ur heim­il­is­hald eins nála­egt því sem ger­ist í raun, en von er á við­burð­um eins og inn­flutn­ingspar­tíi, mat­ar­boð­um, veisl­um og eft­ir­par­tíi. Með verk­efn­inu von­umst við til að mynda sterkari og nán­ari tengsl á milli fólks en sam­skipti á hönn­un­ar­sýn­ing­um geta oft ver­ið yf­ir­borðs­kennd því það er svo margt um að vera. Það verð­ur allt vina­legra inni á heim­il­um,“út­skýr­ir Sari.

Sýn­inga­stjór­ar eru hönn­uð­irn­ir El­ina Aalto og Marika Tesol­in frá FROM og Hlín Helga Guð­laugs­dótt­ir. Grafík­in er í hönd­um Sigga Odds og Sanna Ge­beyehu frá Codesign fer með listra­ena stjórn­un verk­efn­is­ins.

„Um sextíu hönn­uð­ir taka þátt í We li­ve here, um það bil þrjá­tíu frá Íslandi og þrjá­tíu frá Finn­landi, þeir bestu frá báð­um lönd­um. Ís­lensku hönn­uð­irn­ir verða því í veru­lega góð­um fé­lags­skap.“

MYND/MILIS SMITH

WE LI­VE HERE Hönn­uð­irn­ir El­ina Aalto, Marika Tesol­in og Hlín Helga Guð­laugs­dótt­ir taka þátt í samn­orra­ena verk­efn­inu We li­ve here sem verð­ur sýnt á hönn­un­ar­vik­unni í Stokk­hólmi í fe­brú­ar.

MYND/STEFÁN

SARI PELT­ON­EN Sari er verk­efn­is­stjóri We li­ve here. Hún seg­ir Ís­lend­inga og Finna eiga margt sam­eig­in­legt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.