SOFNAÐ VIÐ SEIÐANDI ÖLDUGJÁLFR­IÐ

HEIMSREISA Ferða­lag Kristjáns og Leifs um As­íu og Eyja­álfu var mik­ið aevintýri sem inni­hélt mikla nátt­úru­feg­urð, hlýtt fólk og frá­ba­era flug­elda­sýn­ingu.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

Eft­ir út­skrift frá Mennta­skól­an­um á Akur­eyri ár­ið 2011 fór Kristján El­d­járn í fjög­urra mán­aða heims­reisu til Ástr­al­íu, Malas­íu og Taí­lands með þrem­ur vin­um sín­um. Hann heill­að­ist svo af Ástr­al­íu að þeg­ar hann kynnt­ist nú­ver­andi unn­usta sín­um, Leifi Guðna Grét­ars­syni, var hann strax ákveð­inn í að sýna hon­um þetta stór­kost­lega land. Rúmu ári áð­ur en Leif­ur lauk námi í lífta­ekni frá Há­skól­an­um á Akur­eyri ákváðu þeir að fara í heims­reisu og hófu að safna fyr­ir henni. Ferða­lag­ið tók rúma fjóra mán­uði að sögn Kristjáns og þótt megin­áhersl­an hafi ver­ið á Ástr­al­íu heim­sóttu þeir einnig Taí­land, Nýja-Sjá­land, Indó­nes­íu, Singa­púr og Fí­djíeyj­ar. „Eft­ir nokk­urra daga stopp í Pa­rís flug­um við til Ástr­al­íu. Fyrsti áfanga­stað­ur okk­ar var borg­in Cairns sem er norð­ar­lega á aust­ur­strönd­inni. Það­an keyrð­um við suð­ur til Mel­bour­ne á litl­um hús­bíl. Ferða­lag­ið tók tvo mán­uði og með í för fyrstu vik­urn­ar var vin­kona okk­ar Sig­ríð­ur Jó­dís Gunn­ars­dótt­ir.“

Tím­inn í Ástr­al­íu var mik­ið aevintýri að sögn Kristjáns. „Við skoð­uð­um regn­skóga, snorkl­uð­um í staersta kór­alrifi heims og skoð­uð­um fjöl­breytt dýra­líf­ið. Á Whitsunday­s Is­lands sáum við eina fal­leg­ustu strönd sem við höf­um séð og við heim­sótt­um Ís­lend­ing­inn Ás­geir Þor­steins­son sem hef­ur ver­ið bú­sett­ur í baen­um Dub­bo í 30 ár.“

Það­an lá leið­in til Syd­ney en áð­ur hafði Sig­ríð­ur yf­ir­gef­ið þá og flog­ið heim. Með­al fleiri eft­ir­minni­legra áfanga­staða auk Mel­bour­ne nefn­ir Kristján höf­uð­borg lands­ins, Can­berra, og eyj­una Tasman­íu sem ligg­ur við suð­austurodda lands­ins.

Naesti við­komu­stað­ur var Nýja-Sjá­land þar sem þeir dvöldu í viku og skoð­uðu með­al ann­ars hina sögu­fra­egu Waitomo-hella sem fra­eg­ir eru fyr­ir sjálflýs­andi orma sína. Sú ferð var einn hápunkt­ur ferð­ar­inn­ar að sögn Kristjáns.

Hápunkt­ur ferða­lags­ins að sögn Kristjáns voru þó Fí­djieyj­ar sem var al­gjör draumur að hans sögn. „Við dvöld­um á lít­illi eyju sem heit­ir Waya og gist­um í litl­um kofa á strönd­inni. Kóralrif var í flaeð­ar­mál­inu og hlýr sjór­inn var ynd­is­leg­ur. Ekki skemmdi svo fyr­ir að sofna við seiðandi öldugjálfr­ið ut­an við glugg­ann á kvöld­in. Fólk­ið á eyj­unni var einnig ynd­is­legt og það var þeim að þakka að okk­ur leið svona vel og ber­um svo hlýj­ar minn­ing­ar til dval­ar­inn­ar.“

Eft­ir frá­ba­era dvöl á Fí­djíeyj­um tók við önn­ur fal­lega eyja, Balí í Indó­nes­íu. Það­an sigldu þeir til Singa­púr og dvöldu í nokkra daga áð­ur en þeir héldu til höf­uð­borg­ar Taí­lands, Bang­kok, þar sem for­eldr­ar Kristjáns slóg­ust í hóp­inn. „Stefn­an var fyrst sett á Koh Tao sem er eyja í suð­ur­hluta lands­ins en þar dvöld­um við í viku í góðu yf­ir­la­eti. Fólk­ið var ynd­is­legt og mat­ur­inn gerði dvöl­ina ógleym­an­lega. Naest sigld­um við til Koh Samui sem er önn­ur fal­leg eyja stutt frá. Þar fór­um við á fíls­bak, skoð­uð­um fal­lega staði á eyj­unni og borð­uð­um meiri góð­an mat. Eft­ir Koh Samui var stefn­an tek­in upp á meg­in­land Taí­lands þar sem við flug­um yfir til Malas­íu og það­an aft­ur til Ástr­al­íu.”

For­eldr­ar Kristjáns voru enn með í för enda var aetl­un­in að heimsa­ekja Ás­geir aft­ur en hann og pabbi Kristjáns höfðu ekki hist í mörg ár. Gaml­árs­kvöld­inu var eytt í Syd­ney og var sá dag­ur sér­stak­lega eft­ir­minni­leg­ur enda var stór­kost­leg flug­elda­sýn­ing um kvöld­ið sem Kristján seg­ir að hafi ver­ið sú allra flott­asta sem þeir hafi upp­lif­að.

Nokkr­um dög­um síð­ar hélt hóp­ur­inn heim á leið og seg­ir Kristján að þá hafi ver­ið kom­in smá heim­þrá í þá báða. „Þeir stað­ir sem við heim­sótt­um voru mjög ólík­ir og því vor­um við alltaf að upp­lifa eitt­hvað nýtt. Það er al­gjör­lega ómet­an­legt að fá að kynn­ast menn­ingu allra þess­ara staða sem við heim­sótt­um, hitta fólk­ið og sjá hvernig það lif­ir. Margt af þessu er svo fjarri því sem við er­um vön að mað­ur ger­ir sér ekki al­menni­lega grein fyr­ir því. Eft­ir upp­lif­un sem þessa ger­ir mað­ur sér grein fyr­ir því hvað mað­ur hef­ur það rosa­lega gott og mað­ur verð­ur þakk­lát­ur fyr­ir allt sem mað­ur hef­ur. Það er svo sann­ar­lega ekki sjálf­gef­ið.“

MYND­IR/ÚR EINKASAFNI

SYD­NEY SKEMMTI­LEG Kristján og Leif­ur voru mjög hrifn­ir af Syd­ney. Þar eyddu þeir ára­mót­un­um og sáu um leið flott­ustu flug­elda­sýn­ingu sem þeir höfðu upp­lif­að.

MYND­IR/ÚR EINKASAFNI

SLAPPAÐ AF Nota­leg stund á 57. haeð á einu flott­asta hót­eli heims, Mar­ina Bay Sands, í Singa­púr.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.