AÐ FERЭAST EIN EFT­IR MAKAMISSI

HEILSUBÓT Mörg­um finnst erfitt að ferð­ast eft­ir að maki fell­ur frá og ein­angra sig. Sig­ríð­ur Þóra Inga­dótt­ir missti eig­in­mann sinn ár­ið 2010 og hef­ur hald­ið áfram að ferð­ast. Hún vel­ur að fara í sér­stak­ar heldri­borg­ara­ferð­ir.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

Sig­ríð­ur Þóra og eig­in­mað­ur henn­ar höfðu far­ið á hverju ári í heldri­borg­ara­ferð­ir Sum­ar­ferða til Benidorm. Þetta eru þriggja vikna ferðir þar sem sér­stak­ur skemmt­ana­stjóri skipu­legg­ur fjöl­breytta dag­skrá fyr­ir far­þega. Ferð­irn­ar eru aetl­að­ar 60 ára og eldri og alltaf er gist á sama hót­el­inu. „Ég hef far­ið í heldri­borg­ara­ferð­ir í tíu ár, stund­um tvisvar á ári. Í þess­um ferð­um er mik­ið ör­yggi og skemmti­leg­ur fé­lags­skap­ur. Mér líð­ur vel í hit­an­um og það er alltaf eitt­hvað um að vera. Skemmt­ana­stjór­inn, Jenný Ólafs­dótt­ir, er ynd­is­leg mann­eskja og það er ekki síst hún sem dreg­ur sama fólk­ið í þess­ar ferðir aft­ur og aft­ur. Hún skipu­legg­ur öfl­uga dag­skrá fyr­ir okk­ur heldri borg­ara alla dag­ana. Mað­ur raeður auð­vit­að hvort mað­ur tek­ur þátt og flest­ir kjósa að gera það,“seg­ir Sig­ríð­ur Þóra.

Þeg­ar hún er spurð hvað dag­skrá­in feli í sér, svar­ar hún: „Far­þeg­ar eru al­veg upp í 85 ára í þess­um ferð­um og dag­skrá­in er snið­in fyr­ir alla. Það er göngu­ferð á hverj­um degi sem ger­ir manni mjög gott, ann­að­hvort hröð eða haeg eft­ir því sem hent­ar fólki. Leik­fimi er í boði ann­an hvern dag, mini­golf, bingó, spil og svo er alltaf far­ið út að borða á kín­versk­um stað í Al­bír. Þá kem­ur rúta og sa­ek­ir okk­ur og við köll­um það að „sa­ekja og senda“. Það eru virki­lega skemmti­leg kvöld. Við er­um með strandpart­í og svo er alltaf loka­há­tíð í lok ferð­ar­inn­ar. Marg­ir eru farn­ir að þekkj­ast í ferð­un­um en svo eru alltaf ný and­lit. Það blanda all­ir geði og það er ekk­ert mál að vera einn á ferð, þarna er ná­ungaka­er­leik­ur,“seg­ir Sig­ríð­ur Þóra.

„Mað­ur­inn minn lést í ág­úst 2010 og við átt­um miða fyr­ir okk­ur um haust­ið í þessa ferð. Ég var tví­stíg­andi í fyrstu hvort ég aetti að fara ein en tók síð­an ákvörð­un um að skella mér. Ferð­in var erfið fyr­ir mig svona stuttu eft­ir makamissi en það er vel hald­ið ut­an um mann. Ég hef far­ið í all­ar ferðir síð­an,“seg­ir Sig­ríð­ur Þóra og mael­ir með því að fólk komi í hóp­ferð þótt það sé eitt. „Kjarn­inn sem fer í þess­ar ferðir er gott fólk. Sum­um finnst hótel­ið út úr en það hent­ar vel fyr­ir svona hóp. Hálft faeði er innifal­ið en mað­ur raeður hvort það er tek­ið í há­degi eða á kvöldi. Eng­inn þarf að fara svang­ur frá borði á hót­el­inu. En það er alltaf haegt að fara út að borða ef fólk kýs til­breyt­ingu og verð­lag er hagsta­ett. Ég er gigt­ar­sjúk­ling­ur og sól­in og hit­inn gera mér mjög gott auk þess sem hreyf­ing­in er heilsubót,“seg­ir Sig­ríð­ur Þóra.

MYND/GVA

GOTT Í SÓLINNI Sig­ríð­ur Þóra er gigt­ar­sjúk­ling­ur og seg­ir að hit­inn geri sér gott.

KAERLEIKUR Sig­ríð­ur hef­ur stund­um far­ið með vin­kon­um sín­um í heldri­borg­ara­ferð. Hún seg­ir engu skipta hvort fólk fari eitt, með maka eða vin­um, mik­ill ná­ungaka­er­leik­ur sé í slíkri ferð. Alltaf sé eitt­hvað um að vera og eng­um þarf að leið­ast.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.