FLEIRI VILJA VERA FÍNIR Í TAUINU

ARMANI Í UPP­Á­HALDI Heim­ir Há­kon­ar­son starfar í Herra­garð­in­um og hef­ur eðli máls­ins sam­kvaemt nokk­urn áhuga á föt­um og tísku. Hann elt­ir þó ekki endi­lega tísku­strauma held­ur legg­ur meira upp úr vönd­uð­um og fal­leg­um föt­um. Hann seg­ir ae fleiri unga stráka v

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Hvernig mynd­ir þú lýsa eig­in stíl?

Ég myndi segja að ég vilji yf­ir­leitt vera fínn í tauinu en hins veg­ar ekki yf­ir­dress­að­ur. Afslapp­að og stíl­hreint vaeru orð sem ég myndi nota.

Áttu þér ein­hverja tísku­fyr­ir­mynd?

Það er auð­velt að finna fyr­ir­mynd­ir baeði í við­skipta­vin­um mín­um og eins í sam­starfs­fé­lög­um. En ann­ars er ég voða lít­ið að skoða eitt­hvað fra­egt fólk þeg­ar kem­ur að vali á föt­um.

Hvert sa­ek­ir þú innblástur?

Ég vafra stund­um á net­inu og skoða mynd­ir hér og þar, en yf­ir­leitt er naeg­an innblástur að sa­ekja í vinn­unni. Það fylg­ir jafn­framt starf­inu að fylgj­ast með því sem gengur og ger­ist í fata­brans­an­um.

Hvar kaup­ir þú helst föt?

Þar sem ég vinn í Herra­garð­in­um ligg­ur auð­vit­að beint við að ég kunni vel við úr­val­ið þar. En svo kíki ég líka í Hugo Boss. Þetta eru mín­ir áfanga­stað­ir í fata­kaup­um.

Er ein­hver hönn­uð­ur í upp­á­haldi?

Klár­lega Gi­orgio Armani. Ég held að fá­ir hafi haft eins mik­il áhrif og hann. Hann not­ar ein­falda liti og lín­ur sem eru tíma­laus­ar og af­slapp­að­ar. Hann sveifl­ast lít­ið með tísk­unni en er samt alltaf inn.

Ein­litt eða munstr­að?

Oft­ast ein­litt en ég á það til að poppa upp lúkk­ið með munstr­uð­um skyrt­um svo daemi séu nefnd. Þá leita ég oft í paisleymun­str­ið. Svo er ég mik­ið fyr­ir vand­aða og lit­ríka sokka. En þetta er vand­með­far­ið. Mað­ur má ekki verða eins og jóla­tré.

Slaufa eða bindi?

Langoft­ast nota ég bindi en það kem­ur fyr­ir að ég hendi á mig slaufu. Ég gerði nú einu sinni slaufu úr sokkap­ari. Það vakti mikla kátínu fé­lag­anna.

Hver eru bestu kaup­in?

Það er erfitt að gera upp á milli, en ég held ég verði að segja grá Armani-yf­ir­höfn sem ég keypti 2012. Svo laet ég sauma á mig Stenströms-skyrt­ur og ég er alltaf ána­egð­ur með þa­er. Þá eru svörtu Hugo-galla­bux­urn­ar mín­ar alltaf í upp­á­haldi.

En verstu?

Peysa og skyrta sem ég keypti mér ein­hvern tím­ann í H&M. Þetta ent­ist mér í sirka þrjú skipti og var svo ónýtt. Síð­an þá hef ég haft þá reglu að kaupa að­eins dýr­ara og sjaldn­ar.

Er ein­hver flík skápn­um í upp­á­haldi?

Armani-leð­ur­hansk­arn­ir mín­ir. Ef ég fer út á morgn­ana í ís­lensku vetr­ar­veðri án þeirra er lúkk­ið ónýtt og mér verð­ur kalt.

Hvað hef­ur þú unn­ið lengi í Herra­garð­in­um?

Í tvö og hálft ár. Var áð­ur versl­un­ar­stjóri í Dress­mann.

Ertu mik­ill áhuga­mað­ur um tísku?

Ég er meiri áhuga­mað­ur um vönd­uð og fal­leg föt en ein­hverja sér­staka tísku­strauma.

Get­ur þú nefnt ein­hverja tísku­strauma sem eru ríkj­andi um þess­ar mund­ir?

Ég myndi segja að karl­menn vaeru farn­ir að huga meira að því að kaupa vand­aða vöru. Ara­grúi af vef­síð­um og að­gengi að upp­lýs­ing­um um fatn­að er nú miklu meira en áð­ur. „Street“-lúkk­ið er svo­lít­ið að detta út. Ég sé það á ungu strák­un­um sem versla hjá mér að þeir vilja vera fínir og hugsa vel um föt­in sín. Það má segja að herra­mennsk­an sé í tísku.

MYND/ERNIR

STÍL­HREINT OG AFSLAPP­AÐ Armani-yf­ir­höfn, Armani-hansk­ar og Hugo-galla­bux­ur eru í mestu upp­á­haldi hjá Heimi. Þá laet­ur hann sauma á sig Stenströms-skyrt­ur sem hann er alltaf ána­eðg­ur með.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.