SONURINN MÓDELIÐ

ÍS­LENSK HÖNN­UN Ba­by K skórn­ir eru fal­leg­ir skór úr ís­lensku hrá­efni fyr­ir litla faet­ur. Kol­brún Am­anda Has­an hann­aði skóna í upp­hafi fyr­ir son sinn.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Kol­brún Am­anda Has­an byrj­aði snemma að paela í tísku og hönn­un en hún á marg­ar skissu­ba­ek­ur full­ar af brúð­ar­kjól­um og öðr­um flík­um sem hún teikn­aði þeg­ar hún var um það bil tíu ára göm­ul. Hún lauk námi í fata- og tex­tíl­hönn­un frá Lista­há­skóla Ís­lands ár­ið 2009. „Þetta var það eina sem kom til greina hjá mér. Lengi hafði ég aðal­lega áhuga á hönn­un fyr­ir kon­ur en þeg­ar eldri son­ur minn faedd­ist ár­ið 2009 þá breytt­ist það. Þá fékk ég meiri áhuga á að hanna fyr­ir börn og hef hann­að mik­ið á hann og yngri strák­inn minn sem er að verða eins árs,“seg­ir Am­anda.

Þeg­ar eldri son­ur henn­ar fór að skríða og ganga ákvað Am­anda að búa til skó handa hon­um þar sem henni fannst þeir sem til voru ekki nógu fal­leg­ir. „Mér fannst úr­val­ið ekki nógu gott, skórn­ir voru of mik­ið skreytt­ir og lit­irn­ir ekki eins og ég vildi hafa þá þannig að ég bjó til ein­falda og fal­lega skó úr leðri og roði sem ég átti til heima. Út­skrift­ar­lín­an mín úr skól­an­um var að mestu úr leðri og ég hafði gert til­raun­ir með roð þannig að ég átti af­gangs­efni. Fólk fór svo að spyrja mig út í skóna og hvar ég hefði feng­ið þá þannig að ég ákvað að fram­leiða fimm­tíu pör sem seld­ust síð­an öll. Þannig fór bolt­inn að rúlla og nú laet ég fram­leiða skóna fyr­ir mig úti í Portúgal.“

Ba­by K skórn­ir eru unn­ir úr ís­lensku nátt­úru­legu efni eins og lax­aroði og hrein­dýra- og lamba­skinni. Kol­brún er hrif­in af þess­um efn­um og seg­ir þau vera fal­leg og sterk. „Efn­in eru líka sér­stök og til daem­is finnst ferða­mönn­um gam­an að geta gef­ið börn­um og barna­börn­um skó úr ís­lensku hrá­efni. Marg­ir kaupa þá meira að segja sem skraut og setja upp í hillu,“seg­ir hún og bros­ir. Kol­brún seg­ir skóna vera hann­aða í henn­ar stíl sem er klass­ísk­ur og lát­laus. „Ég er sjálf mik­ið í dökku eins og svo marg­ar ís­lensk­ar kon­ur en mér finnst gam­an að kla­eða börn­in í litrík föt og skó. Hug­mynd­in og til­finn­ing­in í kring­um skóna lýs­ir því vel hvernig ég vil hafa hlut­ina.“Skórn­ir sem Kol­brún býr til eru fyr­ir börn upp í tveggja ára en hún seg­ist hafa feng­ið fyr­ir­spurn­ir um skó fyr­ir eldri börn og jafn­vel full­orðna. „Mig lang­ar að búa til föt og skó fyr­ir eldri krakka og hef eldri strák­inn minn þá oft í huga. Ég er alltaf að skissa og teikna eitt­hvað en ég vil hafa allt hundrað pró­sent áð­ur en ég fer með það eitt­hvað lengra.“

MYND/GVA

SAETIR SKÓR Am­anda hann­ar skó fyr­ir börn úr ís­lensku hrá­efni, skinni og roði.

BA­BY K Þess­ar lit­ríku mokkasí­ur eru líka hönn­un Amöndu. Frek­ari upp­lýs­ing­ar um skóna má finna á Face­book.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.