NEMAR SÝNA MYND­IR

AFRAKSTUR ERFIÐISINS Út­skrift­ar­nem­ar Ljós­mynda­skól­ans opna í dag sýn­ingu á loka­verk­efn­um sín­um. Sýn­ing­in er í Hörpu og stend­ur til 1. fe­brú­ar.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Verk­in á sýn­ing­unni eru af­ar marg­breyti­leg,“seg­ir Sig­ríð­ur Ólafs­dótt­ir, Sissa, skóla­stjóri Ljós­mynda­skól­ans. Tíu nem­end­ur skól­ans út­skrif­ast nú í vor eft­ir tveggja og hálfs árs nám og taka því þátt í sýn­ing­unni sem verð­ur opn­uð í Hörpu klukk­an 15 í dag. „Síð­ustu önn­ina vinna nem­end­ur að verk­efni að eig­in vali en und­ir hand­leiðslu leið­bein­enda,“seg­ir Sissa og ár­ang­ur­inn er góður.

Á sýn­ing­unni kenn­ir ým­issa grasa. „Sem daemi verð­ur á sýn­ing­unni víd­eó­verk þar sem fjall­að er um les­blindu, ljós­mynda­bók um Lauga­veg­inn og mynd­verk sem saum­að er í. Þá er ein stúlka sem ger­ir lands­lags­mynd­ir í þrívídd. Síð­an má einnig nefna portrett ann­ars veg­ar af sjó­mönn­um og hins veg­ar af ís­lensk­um bónda­kon­um en þa­er síð­ast­nefndu verða í ljós­mynda­bók sem er í vinnslu,“tel­ur Sissa upp en bend­ir á að þetta sé að­eins brot af því sem sjá megi á sýn­ing­unni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.