SEGJA SVO MIKLA SÖGU

SÝN­ING Myndskreyt­ing­ar í barna­bók­um gegna oft mik­ilvaegu hlut­verki og baeta miklu við text­ann. Á morg­un hefst sýn­ing á myndskreyt­ing­um ís­lenskra barna­bóka.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Ámorg­un, sunnu­dag­inn 25. janú­ar, verð­ur opn­uð sýn­ing­in Þetta vilja börn­in sjá! í Borg­ar­bóka­safni, menn­ing­ar­hús­inu Gerðu­bergi í Breið­holti. Þar verða sýnd­ar myndskreyt­ing­ar 28 myndskreyt­a úr ís­lensk­um barna­bók­um sem all­ar voru gefn­ar út á ár­inu 2014. Þetta er þrett­ánda skipt­ið sem sýn­ing­in er hald­in með þess­um haetti og hef­ur hún jafn­an maelst vel fyr­ir með­al barna og for­eldra. Upp­haf­lega var sýn­ing­in sett á fót til að sýna þá grósku sem býr í myndskreyt­ing­um ís­lenskra barna­bóka að sögn Stellu Soffíu Jó­hann­es­dótt­ur og Krist­ín­ar Þóru Guð­bjarts­dótt­ur, verk­efna­stjóra sýn­ing­ar­inn­ar. „Það þótti vanta vett­vang til þess að sýna lista­verk­in sem prýða barna­ba­ek­ur og við vild­um beina kast­ljós­inu að þeirri miklu vinnu sem ligg­ur að baki vel heppn­uð­um myndskreyt­ing­um,“seg­ir Stella Soffía. „Myndskreyt­ing­ar segja svo mikla sögu, þa­er baeta við text­ann en geta líka stað­ið ein­ar og sér. Hlut­verk þeirra í barna­bók­um er ekki síð­ur mik­ilvaegt en sjálf­ur text­inn þeg­ar kem­ur að því að segja sög­una,“baet­ir Krist­ín Þóra við.

Að­spurð­ar hvort myndskreyt­ing­ar í ís­lensk­um barna­bók­um hafi ein­hver sér­kenni mið­að við er­lend­ar segja þa­er að sér­hvert land hafi sín sér­ein­kenni. „Það get­ur til daem­is reynst þraut­in þyngri að gefa út myndskreyt­ta barna­bók er­lend­is vegna þess að oft finnst er­lenda for­laginu að það þurfi að teikna bók­ina upp á nýtt fyr­ir nýj­an mark­að. Al­mennt má segja að ís­lensk­ar myndskreyt­ing­ar séu líf­leg­ar og oft má sjá ein­hverja til­vís­un í ís­lenska nátt­úru eða menn­ingu, en það fylg­ir nátt­úr­lega oft sög­unni sjálfri.“

Að sögn þeirra hef­ur fast­ur kjarni myndskreyt­a sýnt á sýn­ing­un­um und­an­far­in ár en þó komi ný nöfn inn reglu­lega. „Það er gam­an að sjá fjöl­breytn­ina í myndskreyt­ing­un­um. Hér eru alla vega mynd­ir, baeði lit­skrúð­ug­ar og líf­leg­ar, en líka svart­hvít­ar og dulúð­legri.“

Þeg­ar sýn­ing­unni lýk­ur 15. mars fer hún á flakk um land­ið og geta áhuga­sam­ir sett sig í sam­band við þa­er tvaer um nán­ari upp­lýs­ing­ar. Hins veg­ar býðst nem­end­um 3. bekkj­ar grunn­skóla í Reykja­vík leiðsögn um sýn­ing­una þar sem þeim býðst að fra­eð­ast um myndskreyt­ing­arn­ar. „Auk þess verð­ur þeim boð­ið á bóka­safn­ið þar sem þau fara í sögu­per­sónu­leik og rat­leik. Þeim finnst alltaf gam­an að koma hing­að og einkum á sýn­ingu sem er sér­stak­lega aetl­uð þeim. Það er líka gam­an fyr­ir þau að sjá góða fé­laga, eins og til daem­is Kugg og Málfríði, uppi á vegg.“

Sýn­ing­in er hald­in í Gerðu­bergi dag­ana 25. janú­ar til 15. mars. Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á heima­síðu Borg­ar­bóka­safns, www.borg­ar­boka­safn.is.

MYND­IR/GVA

ÁHRIFAMIKL­AR „Myndskreyt­ing­ar segja svo mikla sögu, þa­er baeta við text­ann en geta líka stað­ið ein­ar og sér,“segja Stella Soffía Jó­hann­es­dótt­ir og Krist­ín Þóra Guð­bjarts­dótt­ir, verk­efna­stjór­ar sýn­ing­ar­inn­ar.

FJÖLBREYTN­I Myndskreyt­ing­arn­ar eru lit­skrúð­ug­ar og líf­leg­ar en líka svart­hvít­ar og dulúð­leg­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.