EF EKKI ER BÚIÐ AÐ KVEIKJA Í MÁ LAGA

HEIM­ILI Uppá­halds­hús­gögn­in á heim­ili Guð­rún­ar Bjarg­ar Eyj­ólfs­dótt­ur eru for­láta stofu­skáp­ur og ruggu­stóll, henn­ar eig­in hönn­un og smíði. Guð­rún er mublu­smið­ur og ger­ir upp göm­ul hús­gögn á Akur­eyri.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Skáp­ur­inn er út­skrift­ar­verk­efni mitt úr hús­gagna­smíð­inni í Verk­mennta­skól­an­um á Akur­eyri. Ég hann­aði hann sjálf og smíð­aði og hann er að­almu­bl­an í stof­unni hjá mér. Skáp­ur­inn er spón­lagð­ur að ut­an og inn­an og öll spón­lagn­ing spegl­uð. Höld­in eru fraest í hurð­irn­ar. Skáp­ur­inn er þung­ur og ekki auð­velt að ná taki á hon­um. Við er­um ný­bú­in að kaupa okk­ur fram­tíð­ar­húsna­eð­ið svo von­andi eig­um við bara eft­ir að flytja hann einu sinni enn,“seg­ir Guð­rún Björg Eyj­ólfs­dótt­ir, mublu­smið­ur og ann­ar eig­andi hús­gagna­verksta­eðis­ins Mu­bl­ur á Akur­eyri, þeg­ar hún er spurð út í uppá­halds­hús­gögn­in á heim­il­inu.

Í stof­unni er líka vold­ug­ur ruggu­stóll sem Guð­rún hef­ur mikl­ar maet­ur á en hann er einnig henn­ar eig­in hönn­un og smíð.

„Ruggu­stóll­inn er líka skóla­verk­efni. Upp­haf­lega átt­um við að smíða eft­ir ein­hverj­um stól úr versl­un. Við neit­uð­um því og vild­um smíða eft­ir eig­in hug­mynd. Við Dídí, sem er með mér í Mu­bl­um, hönn­uð­um þenn­an og nokkr­ir úr hópn­um smíð­uðu hann í mis­mun­andi út­fa­ersl­um. Stóll­inn er fingr­að­ur sam­an en eng­ar skrúf­ur not­að­ar.“

GEFANDI AÐ GERA UPP GAMALT

„Uppá­halds gamla hús­gagn­ið mitt er haeg­inda­stóll sem mamma keypti not­að­an ein­hvers stað­ar. Henni var sagt að rit­höf­und­ur hefði átt þenn­an stól en ekki fylgdi sög­unni hvaða rit­höf­und­ur. Stóll­inn er lík­lega síð­an um alda­mót­in 1900 og var ansi illa far­inn. Ég tók hann all­an í sund­ur og

MYND/AUÐUNN NÍELSSON

HRIF­IN AF GÖMLU Guð­rún Björg Eyj­ólfs­dótt­ir mublu­smið­ur ger­ir upp göm­ul hús­gögn á Akur­eyri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.