INNBLÁSTUR FRÁ BOWIE

TÍSKA Raf Simons, hönn­uð­ur Christian Di­or, fékk innblástur frá kam­eljón­inu Da­vid Bowie fyr­ir sýn­ingu á tísku­vik­unni í Pa­rís í vik­unni. Þar sýndi hann há­tísku­kven­fatn­að fyr­ir vorið og sumar­ið.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Raf Simons hef­ur ávallt ver­ið mjög op­in­skár um hvert hann sa­ek­ir innblástur sinn. Í þetta sinn var það tón­list­ar­mað­ur­inn Da­vid Bowie sem var hönn­uð­in­um efst í huga. Í við­tali við style.com sagði hann: „Bowie er kam­eljón, og er sí­fellt að end­urupp­götva sjálf­an sig.“

Það sama virð­ist uppi á ten­ingn­um hjá Simons sem tók við sem listraenn stjórn­andi Di­or ár­ið 2012. Hann þyk­ir þeg­ar hafa sett mark sitt á merk­ið enda virð­ist hann stefna frá hinu „dömu­lega“sem hef­ur svo lengi ein­kennt Di­or. Það sást vel á tísku­sýn­ing­unni í Pa­rís í vik­unni. Þar not­aði Simons liti og efni sem drógu dám af gamla tím­an­um en þó með nú­tíma­legu ívafi sem þótti end­ur­spegla nýja tíma. Und­ir tísku­sýn­ing­unni hljóm­uðu lög Bowies og gáfu rétta tón­inn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.