EMMA WATSON LEIK­UR FRÍÐU

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Leik­kon­an Emma Watson sem flest­ir þekkja sem Hermi­o­ne í Harry Potter-mynd­un­um mun leika Fríðu í nýrri kvik­mynd um Fríðu og dýr­ið. Leik­kon­an greindi frá þessu á Twitter í vik­unni og að eig­in sögn er henn­ar „innra barn“af­ar ham­ingju­samt með nýja starf­ið.

Hún skrif­aði einnig: „Myndin var mjög áber­andi á upp­vaxt­ar­ár­um mín­um og naest­um súr­realískt að ég skuli fá að syngja og dansa í hlut­verki Fríðu.“

Leik­kon­an greindi einnig frá því að nú haef­ust stíf­ar sönga­ef­ing­ar fyr­ir hlut­verk­ið. Kvik­mynd­inni verð­ur leik­stýrt af Bill Condon sem hef­ur leik­stýrt myndum á borð við Dream­gir­ls með Beyoncé Know­les og vampíru­dram­að The Twilig­ht Saga: Break­ing Dawn. Byrj­að verð­ur að mynda síð­ar á þessu ári en í mars kem­ur önn­ur leik­in kvik­mynd frá Disney um aðra aevin­týraprins­essu. Myndin heit­ir Cind­erella eða Ösku­buska upp á ís­lensku.

EMMA WATSON Leik­ur Fríðu í kvik­mynd­inni Fríða og dýr­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.