FERSK­UR MATUR MILLI MÁLA

MATARVEFSÍ­ÐA Ást­hild­ur Björns­dótt­ir hjúkr­un­ar­fra­eð­ing­ur, ÍAK-einka­þjálf­ari og heil­su­mark­þjálfi, held­ur úti vef­síð­unni mat­ur­millimala.com. Þar set­ur hún inn eig­in upp­skrift­ir og fal­leg­ar mynd­ir af mat sem hún tek­ur sjálf.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

g er lang­hrifn­ust af mat sem er eins fersk­ur og óunn­inn og haegt er, ásamt því að vera eld­að­ur frá grunni. Til­bún­um sós­um og alls kyns dufti sem fólk not­ar oft í tengsl­um við lík­ams­ra­ekt er ég ekki hrif­in af enda vil ég vita ná­kvaemlega hvað það er sem ég er að setja of­an í lík­ama minn,“seg­ir Ást­hild­ur sem hef­ur ága­eta reglu í öll­um inn­kaup­um. „Ef mað­ur get­ur ekki bor­ið fram orð­in sem standa í inni­halds­lýs­ing­unni, þá á mað­ur að sleppa því að kaupa þá vöru.“

Ást­hild­ur er hjúkr­un­ar­fra­eð­ing­ur, einka­þjálf­ari og heil­su­mark­þjálf­ari ásamt því að vera eig­in­kona og móð­ir. Hún hef­ur óbilandi áhuga á mat og mat­ar­gerð. „Hann vakn­aði reynd­ar ekki fyrr en eft­ir hjúkr­un­ar­fra­eði­nám­ið þeg­ar ég var í faeð­ing­ar­or­lofi með yngri dótt­ur­ina, sem í dag er 13 ára. Þá tóku við ýms­ar til­raun­ir í eldhúsinu baeði í bakstri og elda­mennsku.“

HEILSAN Í FYRSTA SA­ETI

Vorið 2013 flutti Ást­hild­ur ásamt eig­in­manni sín­um, Birgi Gunn­ars­syni, og daetr­un­um tveim­ur, Ár­nýju Björk 18 ára og Ástu Ra­kel 13 ára, til Rotter­dam en Birg­ir starfar hjá Sam­skip­um þar í borg. „Ég hafði starf­að sem einka­þjálf­ari á Íslandi og byrj­aði því með fjar­þjálf­un ásamt því að baeta við mig heil­su­mark­þjálf­un­ar­námi frá Institu­te for In­tegrati­ve Nut­riti­on í New York. Í dag starfa ég við það sem mér finnst skemmti­leg­ast að gera, sem er að hjálpa fólki að setja heils­una í fyrsta sa­eti hvort sem það er með fjar­þjálf­un eða heil­su­mark­þjálf­un.“

DAETURNAR DÓMARAR

Ást­hildi hafði lengi lang­að að koma upp­skrift­um sín­um á rafra­ent form. „Vís­ir­inn að heima­síð­unni www.mat­ur­millimala.com varð til fyrsta sumar­ið okk­ar hér úti þeg­ar ég hafði loks tíma til að taka til í upp­skrift­un­um mín­um og setti þa­er á Face­book-síð­una – Matur milli mála. Fyr­ir ári leit vef­síð­an sjálf dags­ins ljós þeg­ar ég bjó til mína fyrstu heima­síðu með smá hjálp frá YouTu­be,“seg­ir Ást­hild­ur glett­in.

Inn á síð­una set­ur hún aðal­lega upp­skrift­ir sem hún sjálf býr til en stöku sinn­um set­ur hún inn upp­skrift­ir annarra. „Ég tvinna þetta svo sam­an við hitt áhuga­mál­ið mitt sem er ljós­mynd­un.“

Da­et­ur Ást­hild­ar eru í al­þjóð­leg­um skóla í Rotter­dam. „Þa­er fá sí­fellt meiri áhuga á mat­ar­gerð og þá helst hvað haegt sé að taka með sér í nesti þar sem lít­ið er um heilsu­sam­leg­an kost í skól­un­um hér úti,“seg­ir Ást­hild­ur og baet­ir við að aðal­lega sé boð­ið upp á hvítt brauð og sa­elga­eti ásamt gosi.

Gra­en­met­is­rétt­ir eru í upp­á­haldi hjá Ást­hildi ásamt góð­um desert­um á borð við synd­sam­legu súkkulaði-brownie-kök­una sem hún gef­ur hér upp­skrift að. „Þessi súkkulaðik­aka fékk fullt hús stiga hjá yngri dótt­ur­inni og þar sem daeturnar eru hörð­ustu gagn­rýn­end­urn­ir var ég virki­lega ána­egð með það hrós. Ann­ars eru stelp­urn­ar mín­ar mjög dug­leg­ar að smakka og prófa allt sem ég bý til og þa­er hafa oft úr­slita­vald­ið hvort upp­skrift­ir kom­ast í birt­ingu á síð­unni,“seg­ir hún glað­lega.

SYNDSAMLEG SÚKKULAÐI-BROWNIE

Það sem skipt­ir grund­vall­ar­máli við gerð kök­unn­ar er að búa til eig­in möndl­umjólk. Hrat­ið sem verð­ur eft­ir er meg­in­uppistað­an í kök­unni. Á síð­unni mat­ur­millimala.com er sýnt hvernig heima­gerð möndl­umjólk er bú­in til.

Ást­hild­ur og HJÓNAKORN Rotter­dam. Birg­ir búa í

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.