STÓLAR Í STOKKHÓLMI

SÝN­ING Á hús­gagna­sýn­ing­unni í Stokkhólmi ný­ver­ið var sýnt allt það nýj­asta í hús­gagna­geir­an­um. Nokkr­ir stólar og sæti voru skemmti­lega öðru­vísi eins og hér má sjá.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEIMILI -

Hol­lenski hönn­uð­ur­inn Rich­ard Hutten mót­aði snún­ings­stól­inn Sa­telliet með það í huga hvernig arki­tekt­ar merkja stóla á grunn­mynd­um. Arki­tekt­ar teikna hringi þar sem stólar eiga að vera og Hutten ákvað að teikna sjálf­ur hring sem ætti að vera út­lit stóls­ins úr lofti. Stóll­inn er á þrem­ur stálfót­um með bólstr­uðu sæti og baki. Hlið­ar­borð sem er fast við stól­inn get­ur snú­ist í 180 gráð­ur og hent­ar þannig bæði örv­hent­um og rétt­hent­um. Hönn­uð­irn­ir Jessica Nak­an­is­hi og Jon­ath­an Sa­bine hjá kanadíska hönn­un­ar­stúd­íó­inu MSDS Studio sýndu fal­lega A-laga stóla á sýn­ing­unni í Stokkhólmi. Stól­arn­ir eru úr viði og eiga að mynda fal­legt form þeg­ar horft er aft­an á þá. Hugs­un­in var að stól­arn­ir væru not­að­ir við borð og myndu þannig helst sjást aft­an frá og því var áhersla lögð á að gera það sjón­ar­horn fal­leg­ast. Stól­un­um er hægt að raða hverj­um of­an á ann­an. Skandi­nav­íska stúd­íó­ið Claes­son Koi­visto Ru­ne hef­ur hann­að sófa­kerfi fyr­ir op­in­ber svæði á borð við flug­velli og and­dyri. Þeir sem sitja í sóf­un­um geta hlað­ið síma sína og far­tölv­ur með­an þeir hvíla lú­in bein. Sófa­kerf­ið er hann­að fyr­ir sænska hús­gagna­fram­leið­and­ann Of­fecct. Raf­magnsinn­stung­ur eru felld­ar inn í sóf­ann of­an­verð­an og slétt­ur flöt­ur­inn hent­ar einnig til að geyma þau tæki sem þarf að hlaða.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.