MÖGNUÐ UPP­LIF­UN

JÖKLAFERÐ Tryggvi Gunn­ars­son leik­stjóri fór í fyrsta sinn í ís­helli um helg­ina þeg­ar hann fór ásamt vin­um sín­um í Krist­als­helli í Breiða­merk­ur­jökli. Ekki spillti fyr­ir að um kvöld­ið léku norð­ur­ljós­in við hvern sinn fing­ur.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

g er ekki mik­ið fyr­ir að vera mjög kalt þannig að ég hef frek­ar ferð­ast inn­an­lands á sumr­in. Ég hef far­ið í fjöl­marga venju­lega hella víða um land og svo vinn ég við að fara með fólk of­an í Þrí­hnúkagíga en ég hafði ekki kom­ið í ís­helli áð­ur,“seg­ir Tryggvi Gunn­ars­son leik­stjóri. „Það var mögnuð upp­lif­un að koma í ís­hell­ana, við fór­um í tvo hella, öðr­um hef­ur ver­ið gef­ið nafn­ið Krist­all, að ég held, en hinn ber ekki nafn svo ég viti til, enda ný­mynd­að­ur og á án efa eft­ir að hverfa fljót­lega. Ég ef­ast um að ég myndi rata í þann helli aft­ur, ég sat bara aft­an í jeppa og hoss­að­ist fram og til baka og svo vor­um við kom­in að jök­ul­sporð­in­um aust­an meg­in og þar var hell­ir­inn. Það var ótrú­legt að koma inn í hell­ana, að sjá æva­forn­an ís­inn og það er hægt að sjá enda­laus­ar myndir í hon­um ef mað­ur not­ar smá ímynd­un­ar­afl.“

Tryggvi seg­ir hell­inn vera marg­breyti­leg­an eft­ir því hv­ar í hon­um er stað­ið. „Birt­an inni í hon­um er ótrú­lega fal­leg, ein­hvern veg­inn neon­blá. Ég lagð­ist á bak­ið og horfði upp í loft­ið og virti fyr­ir mér ís­inn. Ég kafa mik­ið og þetta var eig­in­lega al­veg eins og þeg­ar leg­ið er of­an í grunn­um sjó og horft á öld­urn­ar brotna fyr­ir fram­an sig nema það er eins og öld­urn­ar hafi ver­ið fryst­ar í tíma. Það er hægt að sjá rót­ið í ísn­um og mað­ur fær þessa enda­lausu hreyf­ingu sem jök­ull­inn er á beint í æð. Hreyf­ing­in í ísn­um er svo hæg að það er erfitt fyr­ir mannsaug­að að greina það í augna­blik­inu þó mað­ur vissu­lega sjái hana á milli ára og mér fannst ótrú­legt að upp­lifa þetta.“

Ís­hell­ir­inn var upp­götv­að­ur fyr­ir ör­fá­um ár­um. Suma daga er ófært í hann vegna breyt­inga sem eru mikl­ar á þessu svæði og mælir Tryggvi með að fara ekki á þess­ar slóð­ir nema með reynd­um leið­sögu­mönn­um sem eru nokkr­ir í Suð­ur­sveit. „Ég mæli með því að fólk fari aust­ur eft­ir, gisti og geri góða helg­ar­ferð úr þessu eins og við gerð­um. Það spillti ekki fyr­ir að við feng­um gott veð­ur og geggj­aða norð­ur­ljósa­sýn­ingu, það er eng­in ljós­meng­un þarna í sveit­inni þannig að norð­ur­ljós­in njóta sín vel. Enda var þarna al­veg krökkt af ferða­mönn­um, það var eins og við vær­um í safaríferð því þeg­ar við keyrð­um frá þjóð­veg­in­um nið­ur að gisti­stað var svo mik­ið af túrist­um sem stóðu og lágu á veg­in­um og vildu ekki færa sig af því þeir voru að reyna að ná góð­um mynd­um. Þetta var eins og að keyra í þjóð­garði í út­lönd­um að nóttu til og dýr­in frjó­sa í bíl­ljós­un­um og neita að hreyfa sig og það þarf að þræða á milli þeirra, þetta var ansi mögnuð ferð.“

MYND/HEÓ

MIKILFENGL­EGT Tryggvi inni í Krist­als­helli ásamt þeim Herði Ellerti Ól­afs­syni og Hall­dóru Bjarka­dótt­ur.

AÐSENDAR MYNDIR/ ÁG­ÚST RÚNARSSON

BRUGÐIÐ Á LEIK Birt­an inni í hell­in­um er ótrú­lega fal­leg að sögn Tryggva.

HRESS HÓPUR Hóp­ur­inn fór í Krist­als­helli und­ir leið­sögn Ág­ústs Rún­ars­son­ar hjá Ice­land Magic Tra­vel og skemmti sér vel.

VEL BÚ­INN Gott er að vera vel bú­inn þeg­ar far­ið er á jök­ul.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.