ÞRJÁR GÖNGULEIÐI­R UPP­FYLLA STAÐLA

RÁÐSTEFNA Ferða­mála­stofa, Ferða­fé­lag Ís­lands og Úti­vist standa fyr­ir ráð­stefnu um ferða­göngu­leið­ir á fimmtu­dag­inn und­ir yf­ir­skrift­inni „Stik­um af stað“. Fjall­að verð­ur um fram­tíð­ar­skipu­lag og -þró­un lengri göngu­leiða. Gísli Rafn Guð­munds­son mun kynna verk

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

Verk­efni Gísla Rafns, Þjóð­stíg­ar á Íslandi, var þriggja mán­aða rann­sókn­ar­verk­efni sem hann vann í sam­vinnu við Ferða­mála­stofu og Nýsköp­un­ar­sjóð náms­manna síð­ast­lið­ið sum­ar. Í rit­inu eru lögð drög að þró­un göngu­leiða­kerf­is fyr­ir Ísland. Verk­efn­ið var til­nefnt til Nýsköp­un­ar­verð­launa for­seta Ís­lands 2015.

„Í verk­efn­inu var lagt mat á fimmtán gönguleiði­r og þró­að­ur gæðastað­all þannig að göngu­fólk geti vit­að að hverju það gengur,“seg­ir Gísli Rafn og tel­ur upp nokkra staðla sem lengri göngu­leið þarf að búa yf­ir. „Gerð er krafa um gist­ingu eða tjald­stæði, sal­erni í hverj­um nátt­stað, teng­ingu við al­menn­ings­sam­göng­ur, að leið­in sé merkt með stik­um eða vörð­um til að tryggja ör­yggi, að upp­lýs­inga­skilti séu við upp­haf og endi hverr­ar dags­leið­ar, að öll stærri fall­vötn séu brú­uð, að leið­in sé á að­al­skipu­lagi, að ábyrgð­ar­að­ili sé skil­greind­ur yf­ir leið­inni og að opn­un­ar­tíma­bil sé skil­greint.“

Gísli Rafn seg­ir að­eins þrjár gönguleiði­r stand­ast þessa staðla. Það eru Lauga­veg­ur­inn frá Land­manna­laug­um yf­ir í Þórs­mörk, Fimm­vörðu­háls frá Skóg­um yf­ir í Þórs­mörk og Víkna­slóð­ir frá Borg­ar­firði eystri yf­ir í Mjóa­fjörð.

LÉTTA ÁLAGI AF LAUGA­VEG­IN­UM

Eitt af mark­mið­um verk­efn­is­ins var að varpa ljósi á fleiri gönguleiði­r á Íslandi þannig að hægt sé að létta álag­inu á vin­sæl­ar leið­ir á borð við Lauga­veg­inn. Gísli Rafn seg­ir nokkr­ar leið­ir áhuga­verð­ar. „Þar má nefna Kerl­ing­ar­fjalla­hring­inn. Þar eru gisti­mögu­leik­ar góðir, þar er teng­ing við al­menn­ings­sam­göng­ur og leið­in er vel merkt. Þá er Píla­gríma­leið­in einnig langt á veg kom­in en hún ligg­ur frá Bæ í Borg­ar­firði 95 km leið að Skál­holti. Þar er bú­ið að merkja leið­ina, gisti­mögu­leik­ar eru góðir og sal­erni á leið­inni,“lýs­ir Gísli Rafn og bend­ir á að í raun þurfi lít­ið til við­bót­ar til þess að þess­ar leið­ir stand­ist sömu staðla og Lauga­veg­ur­inn.

Von­ir standa til að verk­efn­ið nýt­ist stjórn­völd­um til stefnu­mót­un­ar og laga­setn­ing­ar sem mið­ar að því að koma á vönd­uðu göngu­leiða­kerfi á Íslandi. „Hug­mynd­in að verk­efn­inu var að finna hug­mynd­ir að lausn­um enda eru lönd­in í kring­um okk­ur og víð­ar, til dæm­is Nýja-Sjá­land, öll með kerfi og ákveðna staðla um sín­ar gönguleiði­r.“

MYND/GVA

BORGARFJÖR­ÐUR EYSTRI Víkna­slóð­ir á Aust­ur­landi, sem liggja frá Borg­ar­firði eystri til Mjóa­fjarð­ar, er ein af þeim leið­um sem upp­fylla þá staðla sem sett­ir eru í rit­inu: Þjóð­stíg­ar á Íslandi.

MYND/GVA

GÍSLI RAFN GUЭMUNDS­SON Ræð­ir verk­efni sitt, Þjóð­stíg­ar á Íslandi, á ráð­stefnu á morg­un.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.