SAM­EIN­AST Í LIT

HÖNNUNARMA­RS Syst­urn­ar Hlín og Hadda Fjóla Reyk­dal opna sam­sýn­ingu í Galle­ríi Gróttu. Önn­ur er hönn­uð­ur og hin mynd­list­ar­mað­ur en verk­in þeirra tengj­ast á marg­an hátt. Báð­ar sækja innblástur í hug­hrif frá lit­um í nátt­úr­unni.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

g vinn með olíu á dúk, líka með blý­ant og vatns­lit og túss. Ég vinn mál­verk­in með litl­um pensli og mála dopp­ur í rend­ur eða hringi, lag of­an á lag. Verk­in vinn ég út frá nátt­úru­hug­hrif­um, stemm­ingu og hvernig ég upp­lifi lit­ina í nátt­úr­unni. Þar tengj­umst við syst­urn­ar,“út­skýr­ir Hadda Fjóla Reyk­dal mynd­list­ar­mað­ur en hún vinn­ur nú að inn­setn­ingu í Galle­ríi Gróttu ásamt syst­ur sinni, skart­gripa­hönn­uð­in­um Hlín Reyk­dal.

Sýn­ing­in verð­ur opn­uð fimmtu­dag­inn 12. mars kl. 17. Báð­ar hafa þær tek­ið þátt í sam­sýn­ing­um þar sem hver lista­mað­ur eða hönn­uð­ur sýn­ir sitt en þetta er í fyrsta skipti sem þær vinna að sam­eig­in­legri inn­setn­ingu og í fyrsta sinn sem þær vinna sam­an syst­urn­ar.

„Það hafði blund­að í okk­ur að gera eitt­hvað sam­an og við grip­um því tæki­fær­ið þeg­ar það bauðst,“seg­ir Hlín. „Sam­starf­ið hef­ur geng­ið áreynslu­laust fyr­ir sig, við er­um lík­ar á marg­an hátt. Hadda vinn­ur með punkt­inn og hring­formið og ég með kúl­ur. Við köll­umst líka á í lita­vali,“seg­ir hún en Hlín hann­ar skar­gripi sína úr tréperl­um sem hún hand­mál­ar og bland­ar lit­ina sjálf.

„Það var ein­mitt skemmti­legt að sjá hvað við vor­um ótrú­lega ná­lægt hvor ann­arri þeg­ar við fór­um að vinna,“seg­ir Hadda Fjóla en um margra ára skeið var heilt haf á milli þeirra þeg­ar Hadda bjó í Gauta­borg í yf­ir tíu ár.

„Við unn­um sýn­ing­una þannig að við töl­uð­um mik­ið sam­an og héld­um fundi og kíkt­um á vinnu­stof­una hjá hvor ann­arri. Við skoð­uð­um sal­inn líka vel og hug­mynd­in er að setja sam­an inn­setn­ingu og sam­spil sem áhorf­and­inn mun upp­lifa,“út­skýr­ir Hadda Fjóla

„Það er gam­an fyr­ir mig sem hönn­uð að fara inn á svið mynd­list­ar­inn­ar en það er ákveð­ið bil á milli hönn­un­ar og mynd­list­ar,“seg­ir Hlín. „Ég er að hanna sölu­vöru sem er ann­ar hlutur en að setja upp lista­verk. Margir minna kúnna hafa reynd­ar hengt fest­arn­ar mín­ar upp á vegg hjá sér, sem mér þyk­ir mik­ill heið­ur,“seg­ir Hlín og þær syst­urn­ar eru sam­mála um að vinn­an við sýn­ing­una hafi einnig gef­ið þeim nýja sýn á eig­in verk.

„Þetta var of­boðs­lega skemmti­legt vinnu­ferli,“seg­ir Hadda Fjóla.

Syst­urn­ar verða með leið­sögn um sýn­ing­una 13. mars kl. 15-17 og dag­ana 14. og 15. mars kl. 13-15. Sýn­ing­in stend­ur til 31. mars.

Nán­ar má for­vitn­ast um verk þeirra á hadda­fjolareyk­dal.com og hlin­reyk­dal. com.

MYND/GVA

SYST­UR SÝNA Hlín og Hadda Fjóla Reyk­dal opna sam­sýn­ingu í Galle­ríi Gróttu á HönnunarMa­rs. Önn­ur er hönn­uð­ur og hin mynd­list­ar­mað­ur.

DOPP­UR Hadda Fjóla vinn­ur ol­íu­mál­verk með fín­gerð­um pensli og hleð­ur dopp­um lag fyr­ir lag.

SKART Hlín hann­ar skart­gripi úr tré­kúl­um sem hún hand­mál­ar og sæk­ir innblástur í lita­flóru nátt­úr­unn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.