PAUL Á NORЭUR­LÖND­UM

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

BÍTILL Paul McC­art­ney verð­ur með tón­leika á Hró­arskeldu­há­tíð­inni í Dan­mörku í sum­ar. Það er fyrsta tón­leika­há­tíð í Evr­ópu sem hann tek­ur þátt í frá ár­inu 2010. Það­an ligg­ur leið popp­goðs­ins til Ósló­ar en þar hef­ur hann ekki ver­ið með tón­leika frá ár­inu 2004. Síð­an er það Stokk­hólm­ur. Norð­ur­lönd­in verða því heim­sótt í tón­leika­ferða­lagi Bít­ils­ins sem stað­ið hef­ur í átján mán­uði. Þeg­ar hafa tvær millj­ón­ir manna um heim all­an kom­ið á tón­leik­ana. Alls hafa þetta ver­ið 64 tón­leik­ar í tólf lönd­um. Í Evr­óputúrn­um verða níu tón­leik­ar sem hefjast í Am­ster­dam. Tón­leik­ar McC­art­ney eru þriggja tíma lang­ir og öll helstu lög af rúm­lega 50 ára ferli eru á dag­skránni. Bít­ill­inn er að verða 72 ára. Mik­ið er lagt í all­an bún­að á tón­leik­un­um, risa­skjár, laser-tækni og flug­eld­ar. Þeir sem hyggj­ast sjá goð­ið mega því eiga von á súper­góðri upp­lif­un.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.