LITL­IR BITAR Í STÓRA PÚSLUSPILI­Ð

RANN­SÓKN Ný­lega voru kynnt­ar nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á áhrif­um efna­hags­hruns­ins á heilsu­far þjóð­ar­inn­ar. Hrun­ið virt­ist hafa nei­kvæð­ari áhrif á heilsu kvenna en karla sem er ólíkt því sem kem­ur fram í er­lend­um rann­sókn­um.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

ms­ar rann­sókn­ir er­lend­is hafa sýnt að efna­hags­þreng­ing­ar geta haft marg­vís­leg áhrif á heilsu­far manna. Efna­hags­hrun­ið sem varð hér á haust­mán­uð­um ár­ið 2008 þyk­ir að mörgu leyti ein­stakt að um­fangi og hraða og þótti Örnu Hauks­dótt­ur, dós­ent við Mið­stöð í lýð­heilsu­vís­ind­um, og sam­starfs­fé­lög­um henn­ar því kjör­ið að rann­saka mögu­leg áhrif þess á heilsu­far ís­lensku þjóð­ar­inn­ar.

Mið­stöð í lýð­heilsu­vís­ind­um er rann­sókn­ar­stofn­un Há­skóla Ís­lands á svið­um lýð­heilsu en Arna og sam­starfs­fólk henn­ar höfðu hing­að til sinnt rann­sókn­um á áhrif­um áfalla á heilsu. „Áhugi okk­ar kvikn­aði út frá því áfalli sem margir urðu fyr­ir við þess­ar miklu svipt­ing­ar sem áttu sér stað í byrj­un októ­ber 2008, en einnig út af þeim þreng­ing­um sem fólk varð fyr­ir í kjöl­far­ið, til dæm­is út af at­vinnu- eða eignam­issi, hækk­un lána, auknu at­vinnuóör­yggi og al­mennu óör­yggi fyr­ir fram­tíð­inni. Rann­sókn­ar­sam­starf­ið hef­ur ver­ið víð­feð­mt og höf­um við þannig unn­ið þess­ar rann­sókn­ir í sam­starfi við Embætti land­lækn­is, Land­spít­ala – Há­skóla­sjúkra­hús, meist­ara- og doktorsnem­a og aðra inn­lenda og er­lenda sam­starfs­að­ila. Þetta hef­ur þannig ver­ið mjög gef­andi þverfræði­legt sam­starf með vís­inda­fólki úr ólík­um átt­um.“

Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­anna hafa ver­ið kynnt­ar víða, m.a. á fyr­ir­lestri í Há­skóla Ís­lands í síð­ustu viku, og leiddu margt at­hygl­is­vert í ljós að sögn Örnu. „Fyrstu rann­sókn­ir sneru að hjarta­ein­kenn­um í „hrun­vik­unni“í byrj­un októ­ber 2008. Í gögn­um frá bráða­mót­töku LSH kom fram snörp aukn­ing í kom­um vegna hjarta­ein­kenna þá vik­una bor­ið sam­an við sömu viku ár­in áð­ur en ein­ung­is með­al kvenna sem voru að grein­ast með hjarta­öng eða hjarta­áfall.“

Einnig sýndu gögn frá Fæð­ing­ar­skrá Ís­lands í ann­arri rann­sókn að vís­bend­ing­ar voru um aukna tíðni lágr­ar fæð­ing­ar­þyngd­ar fyrsta ár­ið eft­ir hrun, sér­stak­lega með­al ungra kvenna og kvenna sem voru ekki í starfi. Slíkt get­ur bent til auk­inn­ar streitu á með­göngu að sögn Örnu.

FRÓЭLEG­AR NIЭUR­STÖЭUR

Rann­sókn­ar­hóp­ur­inn skoð­aði einnig gögn frá Embætti land­lækn­is sem byggð­ust á spurn­ingalista sem nokk­ur þús­und manns svör­uðu ár­in 2007, 2009 og 2012 um heilsu og heilsu­tengda hegð­un. „Þar kom fram auk­in hætta á háu streitu­stigi 2009, sam­an­bor­ið við 2007, en ein­göngu með­al kvenna. Ár­ið 2009 sáum við einnig aukn­ingu í þung­lyndis­ein­kenn­um fyr­ir kon­ur en ár­ið 2012 var aukn­ing fyr­ir bæði kyn­in.“

Nýj­asta rann­sókn hóps­ins, sem bygg­ir á kom­um á bráða­mót­töku LSH vegna sjálfsskað­a og sjálfs­vígstilrau­na ár­in 2003-2012, sýn­ir hins veg­ar aukn­ingu hjá körl­um fyr­ir hrun og minnk­un eft­ir hrun. „Þetta er mynstur sem við sjá­um ekki hjá kon­um en hins veg­ar virð­ist vera viss aukn­ing í kom­um vegna sjálfsskað­a og sjálfs­vígstilrau­na hjá ungum kon­um á ald­urs­bil­inu 26-35 ára ár­in eft­ir hrun.“

Að­spurð hvort eitt­hvað í nið­ur­stöð­un­um hafi kom­ið á óvart seg­ir Arna það helst hafa ver­ið að ís­lensku rann­sókn­irn­ar hafi sýnt nei­kvæð­ari áhrif efna­hags­þreng­inga á heilsu kvenna en karla. „Það er nokk­uð sem ekki hef­ur sést í sam­bæri­leg­um er­lend­um rann­sókn­um. Þó get­ur vel ver­ið að áhrif á karla birt­ist með öðr­um hætti eða á öðr­um tíma­punkt­um og ætl­um við okk­ur að halda áfram að skoða þetta.“

Nið­ur­stöð­urn­ar sem kynnt­ar voru eru ein­ung­is litl­ir bitar í stórt púslu­spil seg­ir Arna. „Við er­um að vinna í því að ná heild­ar­mynd af heilsu­fars­leg­um áhrif­um eft­ir efna­hags­þreng­ing­ar. Við höf­um séð að kon­ur verða ekki síð­ur fyr­ir nei­kvæð­um heilsu­fars­leg­um áhrif­um en karl­ar, jafn­vel meiri, og næsta skref er því að skoða frek­ar af hverju það staf­ar.“

MYND/GVA

MIK­IL ÁHRIF „Við höf­um séð að kon­ur verða ekki síð­ur fyr­ir nei­kvæð­um heilsu­fars­leg­um áhrif­um en karl­ar, jafn­vel meiri,“seg­ir Arna Hauks­dótt­ir, dós­ent við Mið­stöð í lýð­heilsu­vís­ind­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.