VILJA KOM­AST Á KARLHORMÓN

Stöð­ugt fleiri norsk­ir karl­menn óska eft­ir að fá testó­sterón hjá lækni. Testó­sterón er karlhormón sem get­ur bæði auk­ið vöðvamassa og kyn­hvöt, en það er samt ekki ástæð­an fyr­ir því að menn óska eft­ir þessu.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Kar­lhorm­ón­ið testó­sterón get­ur haft góð áhrif á ýmsa and­lega þætti og stuðl­að að vellíðan og sjálfs­ör­yggi. Norsk­ir karl­menn á aldr­in­um 40-50 ára hafa í aukn­um mæli ósk­að eft­ir þessu horm­óni. Ekki til að auka kyn­hvöt­ina held­ur af slapp­leika og orku­skorti. Það er norska rík­is­út­varp­ið, NRK, sem grein­ir frá þessu.

Ár­ið 2013 fengu 7.907 karl­menn lyf­seð­il fyr­ir testó­steróni hjá lækni. Það er aukn­ing um 4.000 frá því ár­ið 2004. Tek­ið er fram að þetta séu ekki sjúk­ling­ar held­ur ósköp venju­leg­ir karl­menn á miðj­um aldri. Al­gengt er að menn um fer­tugt fái til­hneig­ingu til að upp­lifa sig ljóta og gamla. Sjálfs­mynd­in breyt­ist og er stund­um tal­að um gráa fiðr­ing­inn í því sam­bandi. Karl­menn eru opn­ari en áð­ur þekkt­ist og ef ein­hver seg­ir frá góðri reynslu af testó­sterón-inn­töku get­ur það haft áhrif á aðra karla.

Það fá hins veg­ar ekki all­ir með­höndl­un sem óska eft­ir því. Líkt og með kven­horm­ón er þetta ekki hættu­laus að­ferð. Hætta á hjarta- og kransæða­sjúk­dóm­um eykst og sömu­leið­is á brjóstakra­bba­meini.

GRÁI FIÐRINGURI­NN Þeg­ar karl­menn verða fer­tug­ir og eldri breyt­ist stund­um sjálfs­mynd­in.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.