REYNA AÐ HAFA GAM­AN AF LÍF­INU

GIST Í BÍLN­UM Jón­as Stefánsson og Arna Benný Harð­ar­dótt­ir keyrðu með­fram vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna frá Seattle til San Diego og svo aft­ur til baka með við­komu í Las Vegas og Utah. Ferð­in var eins lít­ið skipu­lögð og hægt var.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

Jón­as Stefánsson, marg­miðl­un­ar­fræð­ing­ur og leið­sögu­mað­ur, og unn­usta hans Arna Benný Harð­ar­dótt­ir íþrótta­fræð­ing­ur elska að ferð­ast og gera mik­ið af því. Ný­lega fóru þau í „road-trip“suð­ur alla vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna og gistu flest­ar næt­ur í bíln­um sem þau voru með á leigu. „Við gist­um tvær næt­ur á hót­el­um, ann­ars vor­um við bara í bíln­um þannig að við vor­um ekki bund­in af nein­um gisti­stöð­um á ferð okk­ar sem var eins lít­ið skipu­lögð og hægt var,“seg­ir Jón­as. „Við vor­um bú­in að ákveða leið­ina sem við ætl­uð­um okk­ur að fara en ann­að ekki. Við lent­um í Seattle, keyrð­um svo eft­ir strönd­inni til San Diego, fór­um svo að­eins inn í land­ið í gegn­um Las Vegas og Utah og svo upp eft­ir aft­ur til Seattle. Ef við höfð­um mik­ið að skoða þá keyrð­um við styttra þann dag­inn en ef það var minna að skoða þá keyrð­um við lengra. Þetta var sex­tán daga löng ferð sem var í alla staði frá­bær.“

Par­ið stund­ar jað­ar­sport af mikl­um krafti og Jón­as seg­ir þau eiga allt of mik­ið af áhuga­mál­um en auk þess að vera á brett­um af öllu tagi, véls­leð­um og mótor­hjól­um er Arna á kafi í fót­bolta og Jón­as á skíð­um. Þau hafa líka ver­ið dug­leg að ferð­ast sam­an en þau fóru í lengri út­gáfu af Banda­ríkja­ferð­inni þeg­ar þau ferð­uð­ust um Evr­ópu í bíl í þrjá mán­uði. „Síð­ustu vet­ur höf­um við far­ið í skíða­ferð­ir en núna lang­aði okk­ur að gera eitt­hvað nýtt. Okk­ur lang­aði að kom­ast í sól og hita og geta sörf­að þannig að við ákváð­um að skella okk­ur í þessa ferð. Við sáum marga fal­lega staði og þeg­ar við vor­um kom­in syðst í Kali­forn­íu þá reynd­um við að kom­ast eins mik­ið í sjó­inn og við gát­um til að kom­ast í góð­ar öld­ur.“

Jón­as seg­ir ekki hægt að nefna neitt eitt sem hafi stað­ið upp úr í ferð þeirra en seg­ir það hafa ver­ið magnað að keyra alla strand­lengj­una. „Frá Oregon nið­ur að Kali­forn­íu var lands­lag­ið ótrú­lega fjöl­breytt og það breytt­ist á klukku­tíma fresti fyr­ir fram­an okk­ur. Það var líka gam­an að skoða borg­irn­ar og þar stóð San Fr­ancisco upp úr sem fal­leg og skemmti­leg borg en Las Vegas er bara frum­skóg­ur út af fyr­ir sig. Að sjálf­sögðu skoð­uð­um við líka Miklagljúf­ur og svo hefð­um við getað eytt miklu meiri tíma í Utah en við gerð­um því þar er mik­ið af þjóð­görð­um sem vert er að skoða. Við fór­um í einn slík­an, Arches Nati­onal Park, sem er al­veg fá­rán­lega flottur,“seg­ir Jón­as greini­lega hrif­inn.

AÐSENDAR MYNDIR

Á STRÖND­INNI Þau Jón­as og Arna stunda all­ar teg­und­ir bretta­iðk­un­ar. Í Kali­forn­íu reyndu þau að kom­ast sem mest í sjó­inn á brimbretti.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.