KJÓLL Á DAG Í NÍU MÁN­UÐI

KJÓLAGJÖRN­INGUR Lista­kon­an Thora Karls­dótt­ir hóf níu mán­aða kjóla­gjörn­ing 1. mars. Hún hyggst klæð­ast nýj­um kjól á hverj­um degi í níu mán­uði eða í 280 daga. Thora lík­ir gjörn­ingn­um við end­ur­fæð­ingu.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Þannig er að þeg­ar mamma mín átti von á mér hafði hún eignast þrjár dæt­ur í röð, en átti fyr­ir drengi. Hana lang­aði óskap­lega mik­ið til að eignast son og von­uð­ust for­eldr­ar mínir til þess að ég yrði strák­ur. Svo fædd­ist fjórða stelp­an og þá sagði syst­ir mín, sem er þrem­ur ár­um eldri en ég, að fyrst ég gæti ekki ver­ið strák­ur ætti ég í það minnsta að heita strák­ur. Það varð sem betur fer ekki úr en ég fékk hins veg­ar að heyra þessa sögu oft og mörg­um sinn­um þeg­ar ég var að al­ast upp. Ég var mik­ill strák­ur í mér. All­ir vin­ir mínir voru strák­ar og ég þyki enn í dag al­ger nagli. Mér fannst örugg­lega innst inni að ég hefði vald­ið fólk­inu mínu von­brigð­um.“

Thora seg­ir brand­ar­ann hafa ver­ið líf­seig­an inn­an fjöl­skyld­unn­ar. „Það kem­ur þó að þeim tíma­punkti að brand­ar­ar verða þreytt­ir og ég ákvað því að taka hinn pól­inn í hæð­ina og leggja meiri rækt við kven­legu hlið­ar mín­ar. Með því að klæð­ast nýj­um kjól á hverj­um degi í níu mán­uði vil ég und­ir­strika þá stað­reynd að ég fædd­ist stelpa. Eft­ir þessa níu mán­aða kjóla­með­göngu mun ég end­ur­fæð­ast sem kona,“seg­ir Thora.

Að­spurð seg­ir Thora alls eng­in sár­indi fylgja gjörn­ingn­um inn­an fjöl­skyld­unn­ar. „Mamma hef­ur sagt að auð­vit­að myndi eng­inn tala svona við börn í dag. Ég tel mig ekki hafa bor­ið neinn skaða af þessu og for­eldr­ar mínir urðu auð­vit­að ekki fyr­ir nein­um von­brigð­um með mig. Þetta er að­al­lega til gamans gert og gam­an að taka þetta alla leið.“

VONAR AÐ FLEIRI VERÐI MEÐ

Gjörn­ing­ur­inn hef­ur að sögn Þóru marg­ar hlið­ar. „Mig lang­ar að senda já­kvæða strauma út í sam­fé­lag­ið. Þetta er hvatning til kvenna að upp­hefja hið kven­lega og það í dag­legu lífi. Það eru for­rétt­indi að geta klætt sig í kjól. Það þarf ekki endi­lega að vera fyr­ir eitt­hvert til­efni eða fyr­ir ein­hvern ann­an. Við eig­um fyrst og fremst að punta okk­ur fyr­ir okk­ur sjálf­ar. Per­sónu­lega líður mér betur þeg­ar ég lít vel út,“seg­ir Thora og von­ast til að fleiri kon­ur fylgi henn­ar for­dæmi og taki þátt í gjörn­ingn­um. „Ég tek líka glöð á móti fleiri kjól­um.”

VERЭUR MEÐ ÞEMAMÁNUÐI

Thora ætl­ar að skipta mán­uð­un­um nið­ur í þemamánuði og er fyrsti mán­uð­ur­inn til­eink­að­ur kjól­um sem hún hef­ur feng­ið frá vin­kon­um, systr­um og frænk­um. „Þetta eru allt kon­ur sem mér þyk­ir vænt um og standa mér nærri. Þær fylgj­ast spennt­ar með og bíða eft­ir að sjá mig í þeirra kjól. Síð­an ætla ég að vera með einn svart­an mán­uð þar sem ég mun ein­göngu klæð­ast svört­um kjól­um og einn hönn­un­ar­mán­uð þar sem ég mun ein­göngu klæð­ast kjól­um eft­ir við­ur­kennda hönn­uði.“

Thora hef­ur feng­ið ýmsa kjóla að gjöf og tek­ur við kjól­um af öll­um stærð­um og gerð­um. „Ég breyti þeim bara eft­ir þörf­um og fylgi orða­til­tæk­inu að sníða sér stakk eft­ir vexti út í ystu æs­ar. Suma þarf ég að þrengja en svo get ég líka bara ver­ið í fram­hlut­an­um ef ein­hver skyldi ekki ná all­an hringinn,“seg­ir hún og hlær.

ÝMS­AR UPPÁ­KOM­UR

Thora seg­ir end­ur­nýt­ingu líka vera einn anga af gjörn­ingn­um. „Mér finnst ágætt í okk­ar neyslu­sam­fé­lagi að benda á það að það er hægt að gera margt fal­legt og líta vel út í ein­hverju sem er ekki endi­lega keypt í dag.“

Thora kem­ur til með að setja mynd af sér í nýj­um kjól á hverj­um degi á face­book­síð­una 280 Kjól­ar, Dresses, 40 Vik­ur, Weeks 9 Mán­uð­ir, Months en auk þess verð­ur hún með ýms­ar uppá­kom­ur tengd­ar gjörn­ingn­um á með­an á hon­um stend­ur. Hún stefn­ir svo að því að vera með lokainn­setn­ingu með öll­um kjól­un­um að níu mán­uð­um liðn­um.

Björn Jóns­son, kær­asti Þóru, tek­ur mynd­irn­ar. „Við er­um í til­tölu­lega nýju sam­bandi en ég var bú­in að ákveða að fara út í þenn­an gjörn­ing áð­ur en úr varð að hann yrði mér við hlið. Ég veit eig­in­lega ekki hvernig ég ætl­aði mér að gera þetta án hans. Að­koma hans ger­ir þetta allt mun auð­veld­ara og nú er þetta okk­ar sam­eig­in­lega verk­efni. Hann á sinn þátt í þessu og þetta verð­ur þá kannski eins og barn­ið okk­ar þeg­ar upp er stað­ið.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.