MEÐ NETTA SNERTIFÆLN­I

PRAKKARINN Auð­un Blön­dal eða Audda Blö þekkja flest­ir sem grín­ista og uppá­tækja­sam­an dag­skrár­gerð­ar­mann. Í þátt­un­um Ísland got talent bregð­ur hann sér hins veg­ar í hlut­verk sálusorg­ara sem knús­ar fólk inni­lega.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Þætt­irn­ir Ísland got talent hafa sleg­ið ræki­lega í gegn ann­að ár­ið í röð. Ann­að kvöld hefst úr­slita­keppn­in sem fram fer næstu sunnu­daga í beinni út­send­ingu á Stöð 2. Auddi stend­ur baksviðs með kepp­end­um, hug­hreyst­ir þá og hvet­ur áfram. En er ekki erfitt að standa með öll­um? „Ég var pínu stress­að­ur í upp­hafi yf­ir því hvernig mér tæk­ist að peppa og hugga. Síð­an reynd­ist það auð­velt. Minnti mig á þeg­ar ég tók þátt í uppist­andi í fyrsta skipti ár­ið 2001. Það var keppn­in Fyndn­asti mað­ur Ís­lands sem var hald­in á Kaffi Vikt­or og ég skalf á bein­un­um, var hrika­lega stress­að­ur og eng­inn að styðja við bak­ið á mér. Þeg­ar ég sé stress­ið hjá kepp­end­um Ísland got talent skil ég vel hvernig þeim líður. Hvatn­ing­in og stuðn­ing­ur­inn kem­ur því beint frá hjart­anu,“svar­ar Auddi.

ENG­IN KNÚSTÝPA

Þeg­ar hann er spurð­ur hvort hann eigi auð­velt með að knúsa fólk, seg­ir hann: „Nei, og það fyndna er að ég er með netta snertifæln­i. Sú fælni gleymist þó fljótt á sviðinu. Ég er alls ekki þessi knústýpa en stemn­ing­in verð­ur þannig að knús­ið verð­ur inni­legt. Mað­ur hrífst með þeim sem gengur vel og hug­hreyst­ir þá sem eru nið­ur­brotn­ir. Þá brýst fram þetta mann­lega inni í manni. Það er reynd­ar öm­ur­legt að horfa á nið­ur­brot­ið fólk með tár í aug­un­um sem dóm­nefnd­in hef­ur hafn­að. Mað­ur fær al­veg illt í mag­ann,“seg­ir Auddi og bæt­ir

MYND/PJETUR

VIN­UR MÖMMU Fjöl­skylda Audda er sam­rýnd og hitt­ist oft. Þau taka í spil eða horfa á sjón­varp sam­an.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.