Rauð­rófu krist­all Betra blóð­flæði - Betri heilsa

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

„Nei, það kem­ur af sjálfu sér að hvetja fólk áfram. Reynd­ar hef ég alltaf ver­ið mik­ill að­dá­andi svona þátta, eig­in­lega nörd á þessu sviði. Ég hef horft á alla American Idol, Britain’s Got Talent og X-factor og lært heil­mik­ið af því, til dæm­is af Ry­an Seacrest sem er sér­fræð­ing­ur á þessu sviði. Ég á tvær syst­ur, aðra yngri og hina eldri og við hitt­umst oft til að horfa sam­an á þessa þætti og höf­um gert lengi. Það var því mik­ill heið­ur fyr­ir mig að fá að vera með í Ísland got talent-þátt­un­um.

Í fyrra upp­lifði ég í fyrsta skipti að vera í beinni út­send­ingu í sjón­varpi og fannst það mjög spennandi. Þeg­ar við vor­um með þætt­ina 70 mín­út­ur í gamla daga voru þeir aldrei í beinni. Þetta er því öðru­vísi adrenalín og skemmti­leg vinna. Á bak við tjöld­in starfar ótrú­leg­ur fjöldi frá­bærra fag­manna og það er gam­an að vera part­ur af svona stóru verk­efni. Svið­ið verð­ur stór­kost­legt á morg­un og miklu flott­ara en í fyrra,“seg­ir Auddi. „Eitt af því besta er að hafa kynnst þess­um frá­bæru dómur­um, Bubba, Þor­gerði, Jóni og Selmu. Þetta er stór­kost­legt fólk og við ná­um vel sam­an. Við höf­um far­ið sam­an út að borða og hist ut­an vinnu sem hef­ur ver­ið virki­lega ánægju­legt.“

VENJU­LEG­UR BOL­UR

Fyr­ir ut­an að vera kynnir í Ísland got talent stýr­ir Auddi út­varps­þátt­um á föstu­dög­um á FM957 ásamt Steinda Jr, (Stein­þóri Stein­þórs­syni) og Agli Ein­ars­syni. Þá er hann einnig að und­ir­búa nýja þáttar­öð af At­vinnu­mönn­un­um okk­ar. „Í kvöld verð ég veislu­stjóri á árs­há­tíð MS en ég geri tals­vert af því og núna er tími árs­há­tíð­anna,“út­skýr­ir hann. „Þeg­ar því verð­ur lok­ið fer ég heim til að fara yf­ir hand­rit­ið að Ta­lent­inu. Það mun halda áfram á morg­un þannig að helgin fer í und­ir­bún­ings­vinnu. Ann­ars er alltaf voða mik­ið að gera hjá mér og helgarn­ar þétt­ar.“

„Ég finn mér alltaf tíma til þess,“seg­ir hann og hlær. „Engar áhyggj­ur af því. Ég tek reynd­ar pásu frá skemmtana­líf­inu þenn­an mán­uð­inn vegna anna. Ann­ars hef ég gam­an af að fara í bíó og að spila golf. Svo finnst mér skemmti­legt að spila. Ég spila oft með móð­ur minni, Haf­dísi Sveins- dótt­ur, og systr­um en við er­um sam­rýnd fjöl­skylda,“seg­ir hann. Móð­ir Audda hef­ur oft ver­ið dreg­in fram í sviðs­ljós­ið í út­varps­þátt­um son­ar­ins. „Við Sveppi stríð­um henni reglu­lega í út­varp­inu. Hún var ekk­ert hrif­in fyrst en er far­in að venj­ast því. Hún á mjög erfitt með að segja nei við einka­son­inn.“

Keila er eitt af áhuga­mál­un­um Audda. Þeg­ar hann er spurð­ur um fleiri tóm­stund­ir, svar­ar hann. „Ég fer í lík­ams­rækt á dag­inn til að halda góðri orku. Ég reyni að hugsa vel um heils­una. Ann­ars er ég bara ósköp venju­leg­ur bol­ur,“seg­ir hann.

NOKK­UÐ SÁTT­UR

„Þetta eru ólíkir miðl­ar en báð­ir skemmti­leg­ir og áhugaverði­r. Þeg­ar ég byrj­aði með út­varps­þætti fyr­ir þrem­ur ár­um var ég bú­inn að vera lengi í sjón­varpi og fannst það góð til­breyt­ing. En svo finnst mér æð­is­legt að vera aft­ur í sjón­varpi núna.“

Auddi er ein­hleyp­ur, barn­laus og býr einn. Þeg­ar hann er spurð­ur um kvenna­mál, svar­ar hann: „No, komm­ent“. Hann er fædd­ur 8. júlí 1980 og verð­ur því 35 ára í sum­ar. „Ég er bara nokk­uð sátt­ur við ald­ur­inn, hef alltaf hald­ið upp á af­mæl­ið mitt. Það verð­ur því veisla í sum­ar,“seg­ir hann.

Líf Audda hef­ur ver­ið fjöl­breytt. Það eru fjór­tán ár síð­an hann kom fyrst fram í sjón­varps­þátt­un­um 70 mín­út­ur á Popp­tíví ásamt Sig­mari Vil­hjálms­syni, Jó­hann­esi Ás­björns­syni og Sverri Þór Sverris­syni, Sveppa. Ár­ið 2004 kom Pét­ur Jó­hann Sig­fús­son líka í þátt­inn en þá voru þeir Simmi og Jói hætt­ir. Þætt­irn­ir fóru síð­an yf­ir á Stöð 2 og nefnd­ust Strák­arn­ir. Auddi var seinna með þátt­inn Tek­inn þar sem hann hrekkti fræga fólk­ið auk þess að leika í þátt­un­um Svín­asúp­unni og Stelp­un­um. Þá hef­ur hann haft um­sjón með sjón­varps­þátt­un­um At­vinnu­mönn­un­um okk­ar þar sem hann heim­sæk­ir at­vinnu­menn í knatt­spyrnu.

Auddi seg­ist eiga von á að halda áfram á sama sviðinu. „Á með­an mér finnst þetta gam­an vil ég halda áfram. Mér finnst líka skemmti­legt að leik­stýra og halda ut­an um hluti,“seg­ir hann.

GRÍNARINN

Oft hef­ur ver­ið gert grín að Audda í þátt­un­um, stund­um hef­ur það grín kom­ið al­veg óvænt. Hann seg­ir að það sé part­ur af starf­inu sem eng­in ástæða sé til að hafa áhyggj­ur af. „Mað­ur þarf að hafa húm­or fyr­ir sjálf­um sér. Ef mað­ur er sátt­ur við sjálf­an sig þá er þetta ekk­ert erfitt. Ætli mað­ur sé ekki kom­inn með harð­an skráp en það er langt frá því að svo hafi ver­ið í upp­hafi. Einu sinni var ég vak­inn með fimm lítr­um af köldu vatni og rúm­ið mitt eyðilagt. Það var reynd­ar ekki skemmti­legt,“við­ur­kenn­ir Auddi en sjálfsagt er hann lít­ið skárri hrekkja­lóm­ur en fé­lag­arn­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.