ÓKEYP­IS Á ÆSKAN OG HESTURINN

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

HESTAR OG BÖRN Hin ár­lega sýn­ing Æskan og hesturinn verð­ur hald­in í Reið­höll­inni í Víði­dal á sunnu­dag­inn. Sýn­ing­arn­ar verða tvær eins og áð­ur, klukk­an 13 og 16. Sem fyrr verð­ur mik­ið um dýrð­ir, Ma­ría Ólafs­dótt­ir Eurovisi­on-fari kem­ur og syng­ur fyr­ir gesti á fyrri sýn­ing­unni og Lína Lang­sokk­ur kem­ur í heim­sókn klukk­an 16. Öll hesta­manna­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu standa að verk­efn­inu Æskan og hesturinn. Mik­ið er lagt í hverja sýn­ingu þar sem sýnd verða fjöl­mörg skemmti­leg at­riði með hest­um, börn­um og bún­ing­um. Að­gang­ur er ókeyp­is á sýn­ing­arn­ar og er þetta kjör­ið tæki­færi til að kynna yngri kyn­slóð­ina fyr­ir hesta­mennsk­unni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.