TIGNARLEG HIRÐ HINS HORFNA TÍMA

DANS­INN STIGINN Hár­kollu­klædd­ir með­lim­ir Mót­ettu­kórs Hall­gríms­kirkju liðu um kirkjugólf­ið í Skál­holti í byrj­un mán­að­ar. Þar stigu þeir átjándu ald­ar barokk­dans í til­efni árs­há­tíð­ar, íklædd­ir bún­ing­um sem hæfðu til­efn­inu.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Þetta var óskap­lega gam­an. Við lögð­um mik­inn metn­að í að dansa vel og þótt dans­inn sé kó­mísk­ur fannst okk­ur við vera af­ar tignarleg í bún­ing­un­um,“seg­ir Þór­hall­ur Vil­hjálms­son, ten­ór í Mót­ettu­kór Hall­gríms­kirkju glað­lega, en hann tók þátt í metn­að­ar­fullu skemmti­at­riði kórs­ins ný­ver­ið. Æf­inga­búð­ir Mót­ettu­kórs­ins voru haldn­ar í Skál­holti helg­ina 6.-8. mars og árs­há­tíð kórs­ins á laug­ar­dags­kvöld­inu. „Þema há­tíð­ar­inn­ar í ár var barokk af því að kór­inn mun í ág­úst taka þátt í flutn­ingi á óratór­í­unni Solomon eft­ir G.F. Händel á Kirkju­lista­há­tíð en verk­ið höf­um við æft ásamt öðru síð­an í janú­ar­byrj­un,“seg­ir Þór­hall­ur. Á einni æf­ing­unni tal­aði stjórn­and­inn, Hörður Áskels­son, um hve skemmti­legt væri að læra ein­hvern 18. ald­ar dans við einn kór­inn í órat­orí­unni. „Þá fædd­ist þessi hug­mynd með­al nokk­urra kór­fé­laga að finna dans­kenn­ara til að hjálpa þeim sem höfðu áhuga á að læra slík­an dans,“út­skýr­ir Þór­hall­ur og hug­mynd­in vatt upp á sig. „Eft­ir mjög stutta leit fund­um við einn mesta fag­mann lands­ins í dansi, Ingi­björgu Björns­dótt­ur, list­d­ans­kenn­ara, sagn­fræð­ing og fyrr­ver­andi skóla­stjóra List­d­ans­skóla Ís­lands, til að taka verk­ið að sér. Átján manna hópur hóf æf­ing­ar und­ir leið­sögn Ingi­bjarg­ar og það varð úr að við æfð­um svo­kall­að­an barokk­horn­pipe-dans við kafla úr Vatna­tónlist Händels sem kall­ast „Alla Horn­pipe“. Þetta var upp­haf­lega sjó­mannadans en þetta barokktil­brigði er mun fág­aðra,“seg­ir Þór­hall­ur. Mik­il leynd hvíldi yf­ir æf­ing­un­um enda átti að flytja dans­inn sem skemmti­at­riði á árs­há­tíð­inni.

Dan­sæfing­arn­ar gengu fram­ar von­um og þá var ákveð­ið að taka at­rið­ið alla leið. „Við leigð­um bún­inga af Ís­lensku óper­unni og einn fé­lagi okk­ar sem átti leið um London kom við í karni­val­búð og keypti hár­koll­ur á all­an hóp­inn. Svo feng­um við Ólöfu Bene­dikts­dótt­ur til að vera bún­inga­meist­ari.“

Þeg­ar kom að stóra deg­in­um var feng­ið leyfi hjá Kristjáni Vali Ing­ólfs­syni, vígslu­bisk­upi í Skál­holti, til að dansa í kirkj­unni sjálfri sem gaf dans­in­um tign­ar­lega um­gjörð. „Það hef­ur ekki ver­ið góð reynsla af því að dansa í leyf­is­leysi í kirkj­um í upp­sveit­um Ár­nes­sýslu eins og gerð­ist í kirkj­unni í Hruna þarna um ár­ið,“seg­ir Þór­hall­ur glett­inn.

Hirð hins horfna tíma, eins og hóp­ur­inn kall­aði sig, vakti óskipta gleði með­al annarra kór­með­lima. „Það er meira að segja kom­in upp sú um­ræða hvort við mun­um taka þenn­an dans eða ein­hvern ann­an á Kirkju­lista­há­tíð­inni í bún­ing­um og öllu. Ég held að fólk hefði gam­an af að sjá það.“

MYND/EIN­AR PÁLS­SON

HIRÐ HINS HORFNA TÍMA Mik­ið var lagt í skemmti­at­riði Mót­ettu­kórs­ins fyr­ir árs­há­tíð­ina þetta ár­ið. Bún­ing­ar voru leigð­ir af Ís­lensku óper­unni og hár­koll­ur keypt­ar í karni­val­búð í London.

HANDEL Georg Friedrich Händel samdi dans­tónlist síns tíma.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.